Fréttir / Desember / 2011

22. desember 2011

Mikilvæg verðmætasköpun á sviði jarðvarmanýtingar

Undanfarin þrjú ár hafa Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskóli Íslands, Háskólann í Reykjavík, ÍSOR, Jarðboranir, Orkuveita Reykjavíkur, HS Orka og Landsvirkjun unnið saman að verkefninu "Háhitaborholutækni - Öndvegissetur á Íslandi" þar sem rannsakaðir voru ýmsir þættir sem hafa áhrif á rekstur og viðhald jarðvarmavirkjana og styrkt var af Tækniþróunarsjóði.

›› Meira

21. desember 2011

Styrkur frá samstarfsneti háskólanna

Háskólakúrsinn Vistvæn nýsköpun matvæla fékk fyrir nokkru síðan 2 milljóna króna styrk frá samstarfsneti háskólanna. Námskeiðið, sem er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, er afrakstur aukins samstarfs íslenskra háskóla og rannsóknarstofnana þar sem fimm háskólar leiddu saman hesta sína í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Matís.

›› Meira

20. desember 2011

Íslensk fyrirtæki fá aðstoð við fundarhald erlendis

Fjögur íslensk fyrirtæki fóru í nýliðnum mánuði á vel heppnað fyrirtækjastefnumót í Torino á Ítalíu. Stefnumótið var skipulagt af Enterprise Europe Network sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands er aðili að. Áhuginn var mjög mikill á íslensku fyrirtækjunum og fengu þau samtals 18 fundi á einum degi þar sem þau hittu forsvarsmenn annarra evrópskra fyrirtækja.

›› Meira

20. desember 2011

Úthlutun Tækniþróunarsjóðs haustið 2011

Lokið hefur verið við að meta umsóknir í Tækniþróunarsjóði, en umsóknarfrestur var til 15. september síðastliðinn. Alls bárust 101 umsókn til Tækniþróunarsjóðs í haust og hefur stjórn sjóðsins ákveðið að bjóða verkefnisstjórum 13 verkefna að ganga til samninga.

›› Meira

19. desember 2011

Tuttugu konur útskrifast af Brautargengi

Tuttugu konur útskrifuðust af Brautargengi í Reykjavík síðastliðinn föstudag í húsakynnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands að Keldnaholti. Þar með hafa alls 933 konur útskrifast af Brautargengi frá því að fyrsti hópurinn útskrifaðist árið 1998. Samkvæmt nýlegri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands eru vel yfir helmingur útskrifaðra Brautargengiskvenna nú í sjálfstæðum rekstri með eigin fyrirtæki.

›› Meira

19. desember 2011

Minningargrein: Helgi Frímann Magnússon

Minningargrein eftir Hermann Þórðarson, forstöðumann Efnagreininga.  Látinn er Helgi Frímann Magnússon, samstarfsmaður til margra ára. Helgi var efnaverkfræðingur, menntaður í Þrándheimi í Noregi og vann mesta sína starfsævi hjá Rannsóknastofnun iðnaðarins, síðar Iðntæknistofnun og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

›› Meira

16. desember 2011

Ný íslensk steypa sú umhverfisvænsta í heimi

Rannsóknir og þróun á íslenskri steinsteypu vekja verðskuldaða athygli erlendis Nýjar íslenskar rannsóknir á steinsteypu hafa leitt af sér nýjungar í efnisnotkun og framleiðslu þar sem kolefnisspor nýrrar steypugerðar hefur minnkað mikið samanborið við kolefnisspor hefðbundinnar steypu, en Ólafur H.

›› Meira

15. desember 2011

Frumkvöðlar útskrifaðir á Ísafirði

Sex frumkvöðlar luku námskeiðinu Sóknarbraut á Ísafirði á dögunum. Frumkvöðlarnir hafa unnið að þróun viðskiptahugmynda sinna undanfarna mánuði og bættast nú í hóp rúmlega 160 aðila sem lokið hafa Sóknarbrautarnámskeiðinu vítt og breitt um landið á síðustu misserum.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu