Íslensk fyrirtæki fá aðstoð við fundarhald erlendis

Fjögur íslensk fyrirtæki fóru í nýliðnum mánuði á vel heppnað fyrirtækjastefnumót í Torino á Ítalíu. Stefnumótið var skipulagt af Enterprise Europe Network sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands er aðili að.

Áhuginn var mjög mikill á íslensku fyrirtækjunum og fengu þau samtals 18 fundi á einum degi þar sem þau hittu forsvarsmenn annarra evrópskra fyrirtækja. Fyrirtækjastefnumótið fór þannig fram að fyrirtækin hittust á stuttum fyrirfram bókuðum fundum þar sem rætt var hvort grundvöllur væri fyrir frekari samskiptum eða samstarfi. Stefnumótið fór fram á einum degi og hægt var að bóka yfir tíu fundi yfir daginn. Þetta voru ekki samningsfundir heldur fundir þar sem aðilar gátu hist auglitis til auglitis og metið fyrirtækin, vörur þeirrar eða lausnir með möguleika á samstarfi í huga. Þessi aðferð þykir mjög einföld og skilvirk og hefur skilað íslenskum fyrirtækjum árangursríku viðskiptasambandi við erlend fyrirtæki.

Hægt er að hafa samband við Evrópumiðstöð á Nýsköpunarmiðstöð Íslands (evropumidstod@nmi.is) til að fá að upplýsingar um hvaða fyrirtækjastefnumót eru á dagskrá á næstunni í Evrópu. Öll fyrirtækjastefnumótin eru einnig auglýst á heimasíðu Evrópumiðstöðvar: www.een.is/vidburdir

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu