Úthlutun Tækniþróunarsjóðs haustið 2011

Lokið hefur verið við að meta umsóknir í Tækniþróunarsjóði, en umsóknarfrestur var til 15. september síðastliðinn. Alls bárust 101 umsókn til Tækniþróunarsjóðs í haust og hefur stjórn sjóðsins ákveðið að bjóða verkefnisstjórum 13 verkefna að ganga til samninga.

Lista yfir verkefnin má nálgast hér

Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra. Hann starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins, nr. 75/2007.  Hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Sjóðnum er heimilt að fjármagna nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs.

Nánari upplýsingar um sjóðinn er að finna hér

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu