Styrkur frá samstarfsneti háskólanna

Háskólakúrsinn Vistvæn nýsköpun matvæla fékk fyrir nokkru síðan 2 milljóna króna styrk frá samstarfsneti háskólanna. Námskeiðið, sem er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, er afrakstur aukins samstarfs íslenskra háskóla og rannsóknarstofnana þar sem fimm háskólar leiddu saman hesta sína í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Matís. Nemendum frá mismunandi námssviðum og mismunandi háskólum er stefnt saman og þeir leiddir í gegnum alla þá þætti sem viðkoma ferlinu frá því að forma hagkvæma vöruhugmynd að því að þróa fullbúna vöru og koma henni á innlenda og erlenda markaði.

Styrkurinn verður aðallega nýttur til að standa straum af rekstrarkostnaði við námskeiðið s.s. hráefniskostnaði fyrir þróun matvara, mælingar tengdar matvælaöryggi ásamt fleiru. Alls voru veittar rúmar 29 milljónir til þrettán samstarfsverkefna í kennslu að þessu sinni og unnið verður að á árinu 2011-2012.

Nánari upplýsingar um háskólakúrsinn er að finnahér

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu