Fréttir / 2012

20. desember 2012

Nautakjöt beint frá býli

Reglulega býður Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samvinnu við Framleiðnisjóð landbúnaðarins, landsmönnum upp á námskeiðið Vaxtarsprota þar sem þeir geta unnið að framkvæmd eigin viðskiptahugmynda.  Fjöldi einstaklinga hefur frá upphafi tekið þátt í námskeiðinu frá upphafi og eiga fjölmörg ný verkefni og fyrirtæki rætur sínar að rekja til námskeiðsins.

›› Meira

19. desember 2012

Fjölbreyttar krásir úr héraði

Upp á síðkastið hefur borið meira á því að veitingastaðir víðs vegar um landið bjóði upp á rétti "úr héraði". Ferðamálastofa og Nýsköpunarmiðstöð Íslands settu verkefnið "Krásir" af stað árið 2009 með það að markmiði að efla þróun og sölu matvæla í heimahögum, meðal annars til ferðamanna.

›› Meira

18. desember 2012

Mikil gróska í tæknigreinum á Íslandi

Fyrir nokkrum vikum síðan setti Nýsköpunarmiðstöð Íslands í loftið nýjan vef sem ætlað er að vera helsti vettvangur upplýsingamiðlunar um íslensk sprotafyrirtæki. Viðbrögð við þessari nýjung á markaðnum hafa verið mjög góð og lofa viðtökur og aukning í skráningu nýrra fyrirtækja góðu um framtíðina.

›› Meira

14. desember 2012

Brautargengiskonur nálgast þúsund

Aðventan er ekki bara tími jólaljósa og jólaskemmtana heldur einnig tími útskrifta hjá mörgum. Í dag útskrifuðust 27 konur af námskeiðinu Brautargengi í Reykjavík og 9 konur á Akureyri. Fjöldi útskrifaðra Brautargengiskvenna nálgast nú þúsundið óðfluga og má gera ráð fyrir að þeirri tölu verði náð með útskriftum á námskeið á vorönn 2013. Eftir útskriftina í dag eru Brautargengiskonur orðnar 988 frá því fyrsti hópurinn útskrifaðist í Reykjavík 1998.  Útskriftarhópurinn í heild sinni ásamt Steingrími J.

›› Meira

14. desember 2012

Margmiðlunarsérfræðingur - umsóknir í vinnslu

Nýsköpunarmiðstöð Íslands auglýsti eftir sérfræðingi á sviði margmiðlunar, hönnunar og umbrots á stafrænum gögnum og prentgripum í lok nóvember. Í kringum 30 umsóknir bárust í starfið áður en að umsóknarfrestur rann út þann 10 desember.

›› Meira

12. desember 2012

Sex og hálfri milljón úthlutað til hönnuða og arkitekta

Hönnunarsjóður Auroru úthlutaði 6,5 milljónum til hönnuða og hönnunarverkefna í lok nóvember. Hönnunarsjóður Auroru hefur úthlutað alls 17 milljónum til hönnuða og hönnunarverkefni á árinu 2012. Mynd tekin við afhendingu á styrkjum við hönnuði Hjá Hönnunarsjóði Auroru er lögð áhersla á að styðja verkefni þar sem hönnuðir hafa skýra sýn og markmið.

›› Meira

10. desember 2012

ESB styrkir íslenska tækniþróun

Evrópusambandið hefur ákveðið að styrkja Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Félag íslenskra sjúkraþjálfara, Sjúkraþjálfun Íslands ehf., Kine ehf. og fimm aðra Evrópska aðila um 350 milljónir króna, til tækniþróunar.

›› Meira

10. desember 2012

Starfsstöð Nýsköpunarmiðstöðvar á Akureyri 10 ára

Starfsstöð Nýsköpunarmiðstöðvar á Akureyri átti 10 ára starfsafmæli 6. desember síðastliðinn. Valgerður Sverrisdóttir þáverandi iðnaðarráðherra opnaði starfsstöðina sem var fyrsta starfsstöð Nýsköpunarmiðstöðvar á landsbyggðinni.

›› Meira

03. desember 2012

Jóladagatal Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Við hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands viljum fara ótroðnar og öðruvísi leiðir við framsetningu á jólakveðju okkar til viðskiptavina okkar og samstarfsaðila. Í ár ákváðum við að búa til sérstakt jóladagatal þar sem starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar láta ljós sitt skína og deila með okkur áhugamálum sínum og áhugaverðum uppskriftum.

›› Meira

26. nóvember 2012

Sérfræðingur á sviði margmiðlunar óskast til starfa

Nýsköpunarmiðstöð Íslands auglýsir eftir sérfræðingi á sviði margmiðlunar, hönnunar og umbrots á stafrænum gögnum og prentgripum. Viðkomandi þarf jafnframt að sjá um upptökur á fundum og ráðstefnum, klippingu á efni og yfirfærslu á rafrænt form til kynningar og fræðslu á netinu.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu