Fréttir / Febrúar / 2012

29. febrúar 2012

Nýr forstjóri hjá „Nordic Innovation“

Í rafrænu febrúar fréttabréfi  Nordic Innovation er kynntur nýr forstjóri Norrænu Nýsköpunarmiðstöðvarinnar, Nordic Innovation sem hét áður Nordic Innovation Centre (NICe). Þá er sagt frá nýjum markmiðum í norræna byggingargeiranum, vaxtarstikum fyrir frumkvöðla og nýju þekkingarsetri um bindingu kolefnis í jarðlögum.

›› Meira

29. febrúar 2012

Nýr sjóður sjóða Nordic Innovation Fund

Áhugaverð grein á síðum Nordic Innovation um nýjan sjóð sjóða Nordic Innovation Fund sem er á teikniborðinu. Sjóðurinn verður í samstarfi við Evrópska Fjárfestinga Sjóðinn (European Investment Fund, EIF)   sjá nánar hér.

›› Meira

28. febrúar 2012

Áttavitinn - nýtt markaðsþróunarverkefni

Íslandsstofa kynnir rekstrar- og markaðsþróunarverkefnið Áttavitann, sem sérstaklega er ætlað fyrirtækjum í framleiðslu og hugverkagreinum.  Áttavitinn er einstakt tækifæri fyrir framsýna þátttakendur til að vinna með jafningum að því að stilla áttavitann; lagfæra og leiðrétta áherslur og styrkja þannig grundvöll og rekstrarforsendur síns fyrirtækis, áður en lengra er haldið í markaðsþróun og sókn á erlenda markaði.

›› Meira

24. febrúar 2012

Nýtt gæðakerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu

Nýju gæða- og umhverfiskerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu, sem ber heitið VAKINN, verður formlega ýtt úr vör í Sunnusal Radisson Blu Hótel Sögu þriðjudaginn 28 febrúar næstkomandi kl 14:30. Í framhaldinu verða kynningarfundir haldnir víða um land.

›› Meira

24. febrúar 2012

Öflugir Vaxtarsprotar víða um land

Samstarf Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins hefur á síðustu fjórum árum getið af sér 149 Vaxtarsprota víða um land. Hér er um að ræða árangursríkt verkefni sem eflir atvinnu og nýsköpun í sveitum.

›› Meira

24. febrúar 2012

Steinsteypudagurinn 2012

Föstudaginn 17. febrúar verður hinn árlegi steinsteypudagur haldinn á Grand hótel Reykjavík. Formleg dagskrá stendur yfir frá kl. 08:30 - 16:20.   Steinsteypudagurinn er árleg ráðstefna sem haldin er á vegum Steinsteypufélags Íslands.

›› Meira

23. febrúar 2012

Stuðningur við unga frumkvöðla

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur opnað kall eftir umsóknum í nýja áætlun til stuðnings við unga frumkvöðla - "Erasmus for Young Entrepreneurs". Áætlunin á að gera ungum frumkvöðlum kleift að auka reynslu sína og fá tækifæri til að læra af og eiga samskipti við reynslumeiri frumkvöðla.

›› Meira

23. febrúar 2012

Sérfræðingur óskast til starfa á sviði efnagreininga

Verkefnisstjóri eða sérfræðingur á sviði efnagreininga óskast til starfa. Helstu þættir í starfssemi Efnagreininga á Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru almennar efnamælingar tengdar iðnaði og landbúnaði og mælingar tengdar umhverfisvöktun.

›› Meira

16. febrúar 2012

Kynna stuðning og styrki í Hafnarhúsinu í kvöld

Bjarnheiður Jóhannsdóttir og Guðmundur Óli Hilmisson, verkefnisstjórar hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands munu kynna þjónustu Nýsköpunarmiðstöðvar íslands og helstu styrki og stuðningsmöguleika sem standa til boða í kvöld, fimmtudaginn 16. febrúar í Hafnarhúsinu.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu