Fréttir / Mars / 2012

30. mars 2012

Byggingar, inniloft og heilsa

Fimmtudaginn 12. apríl næstkomandi verður, í fyrsta skipti á Íslandi, haldið málþing um byggingar, inniloft og HEILSU. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir, jafnt fagaðilar sem áhugafólk. Að þingingu standa ISIAQ, Nýsköpunarmiðstöð íslands og fleiri hagsmunaaðilar.

›› Meira

30. mars 2012

FabLab nám vinsælt á Sauðárkróki

Rétt um sextíu manns stunda nú nám í nýsköpun og tæknilæsi á Sauðárkróki ýmist í dagskóla, kvöldskóla eða í helgarnámi en námið hefur notið mikilla vinsælda í vetur. Á Íslandi finnast nú þrjár Fab Lab smiðjur; í Vestmannaeyjum, á Akranesi og á Sauðárkróki.

›› Meira

26. mars 2012

Mysuklakinn Íslandus

Mysuklakinn Íslandus var valinn vistvænasta og vænlegasta nýsköpunarhugmynd Íslands á matvælasviði í nemendakeppni sem haldin var í síðustu viku. Mysuklakinn, sem er með beina vísun til lífshlaups Sölva Helgasonar, var ásamt fleiri vörum borinn á borð fyrir gesti og gangandi á sýningu í Listaháskólanum um helgina.

›› Meira

23. mars 2012

Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs

Óskað eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs 2012. Frestur til að skila inn tilnefningum er til 16. apríl nk. Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru árlega veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi er treysti stoðir mannlífs á Íslandi.

›› Meira

23. mars 2012

Nýju fötin Nýsköpunarmiðstöðvar

Síðustu árin hefur Nýsköpunarmiðstöð Íslands sinnt meðal annars því hlutverki að vera ein gátt fyrir þá sem eru að leita eftir upplýsingum varðandi stoðkerfi nýsköpunar og rannsókna á Íslandi. Nýsköpunarmiðstöð Íslands opnaði á dögunum nýja heimasíðu sem vonandi mun styrkja stoðkerfi nýsköpunar og rannsókna enn frekar.

›› Meira

21. mars 2012

Fyrirtæki á heilbrigðissviði til Bretlands

Breska sendiráðið á Íslandi og Nýsköpunarmiðstöð Íslands stóðu nýverið fyrir fræðsluferð til Bretlands fyrir íslensk sprotafyrirtæki sem eru að vinna með heilsutengdar viðskiptahugmyndir. Sjö íslensk fyrirtæki tóku þátt í ferðinni.

›› Meira

21. mars 2012

Viðhaldsvakning vorið 2012

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Húseigendafélagið og Samtök iðnaðarins standa nú fyrir þriggja mánaða fræðslu og hvatningarherferð í viðhaldsmálum fasteigna. Samfélagið í nærmynd á RÚV leggur herferðinni lið með því að fjalla vikulega um málefni tengd viðhaldsmálum en auk þess munu sérfræðingar svara fyrirspurnum í þættinum sem hlustendur geta sent inn á netfangið: hushornid@huso.

›› Meira

20. mars 2012

HönnunarMars 2012 - nýsköpun og hönnun

Hönnun er lykilþáttur í því að umbreyta hugmynd í verðmæta vöru, þjónustu eða jafnvel upplifun. Ef vel tekst til getur hönnun verið hreyfiafl sem leiðir saman þær fagreinar sem nauðsynlegt er að draga að borðinu við þróun á árangursríkum lausnum.

›› Meira

20. mars 2012

Orkusparnaðarverkefnið SmartIES

Orkusparnaðarverkefnið SmartIES er í fullum gangi á Nýsköpunarmiðstöð Íslands en mikil vinna hefur verið lögð í verkefnið hér á landi sem og hjá samstarfsaðilum okkar erlendis. Í október 2011 var samstarfssamningur gerður við tvö fyrirtæki, Iceconsult og Wireless Trondheim en fyrirtækin fá peningastyrk frá verkefninu til að þróa orkusparandi lausnir með og fyrir hinn almenna notanda.

›› Meira

20. mars 2012

Góður árangur MainManager

Iceconsult, samstarfsfyrirtæki Living Lab á Íslandi, er að gera góða hluti með hugbúnað sinn, MainManager. Fyrirtækið skrifaði nýlega undir samstarfssamning við Living Lab verkefnið SmartIES og hafa auk þess nú verið tilnefndir til verðlauna í tveimur borgum hjá Living Lab Global Awards 2012 með verkefnið City Direct.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu