Fréttir / Apríl / 2012

26. apríl 2012

35 störf til nýsköpunar og sprota í sumar

Nýsköpunarmiðstöð Íslands kemur til með að auglýsa alls 35 störf á næstu dögum fyrir hönd stofnunarinnar og frumkvöðlafyrirtækja á hennar vegum. Hér er um að ræða átak stjórnvalda til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn og atvinnuleitendur í sumar með líkum hætti og gert hefur verið síðastliðin tvö sumur.

›› Meira

24. apríl 2012

SagaPro í sókn erlendis

Vegur íslensku náttúruvörunnar SagaPro fer nú vaxandi. Varan, sem dregur úr tíðni salernisferða, er framleidd af SagaMedica ehf. og er nú fáanleg í yfir tvöhundruð verslunum í Norður Ameríku. Sala á SagaPro hefur vaxið á netinu og fjalla bresk stuðningssamtök fólks með ofvirka blöðru um vöruna í ársfjórðungslegu tímariti sínu í sumar.

›› Meira

18. apríl 2012

Primex hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands 2012

Fyrirtækið Primex hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2012 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í morgun. Rúnar Marteinsson framleiðslustjóri og Sigríður Vigdís Vigfúsdóttir, markaðsstjóri Primex veittu verðlaununum viðtöku.

›› Meira

16. apríl 2012

Lean Ísland 2012

Ráðstefnan Lean Ísland 2012 verður haldin í Hörpunni þann 2. maí næstkomandi. Lean Ísland 2012 er ætlun öllum þeim sem hafa áhuga á að ná meiri árangri í sínum fyrirtækjum og stofnunum en fyrirtæki og stofnanir í mörgum atvinnugreinum bæði þjónustu og framleiðslu eru byrjuð að nýta sér Lean stjórnun og hugsun.

›› Meira

15. apríl 2012

Uppfærum Ísland.is

Nýr vefur fyrir hugmyndir hefur verið opnaður á www.uppfaerumisland.is. Hugmyndin að vefnum er einföld en hann er vettvangur fyrir fólk sem hefur tillögur að því hvernig hægt er að uppfæra Ísland - gera það að betri stað til að búa á.

›› Meira

13. apríl 2012

Nýsköpunarþing 2012 - skráning stendur yfir

Nýsköpunarþing Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar, Íslandsstofu og Nýsköpunarsjóðs verður haldið miðvikudaginn 18. apríl nk. frá kl. 8:30-10:30 á Grand hótel Reykjavík. Á þinginu verða flutt erindi undir yfirskriftinni STJÓRNUN NÝSKÖPUNAR auk þess sem Nýsköpunarverðlaun Íslands 2012 verða afhent.

›› Meira

11. apríl 2012

Ofþyngd unglinga - meðferð á Íslandi

Með því að veita erlendum börnum sem glíma við offitu meðferð hér á landi væri hægt að skapa gjaldeyristekjur og lengja ferðamannatímann. Hugmyndir eru uppi um að koma á laggirnar meðferð á Íslandi fyrir offeit ungmenni, hvaðanæva að úr heiminum.

›› Meira

04. apríl 2012

Aukið hlutafé í ReMake Electric

Eyrir Invest og Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins ásamt smærri hluthöfum hafa aukið við hlutafé sitt í fyrirtækinu ReMake Electric ehf. Markmið fyrirtækisins er að verða leiðandi á heimsmarkaði með lausnir til orkustjórnunar í heimilum og fyrirtækjum.

›› Meira

03. apríl 2012

Heildarlausn í orkumælingum í byggingum

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið ReMake Electric hafnaði í öðru sæti í flokknum um Smart Meter Data Management and Solution Award 2012 í keppninni European Smart Metering Awards 2012. Keppnin fór fram í London og er árlega haldin að frumkvæði Oliver Kinross sem var stofnað með því markmiði að veita fyrsta flokks þjálfun, viðskiptaþekkingu og tengslamyndun í iðnaði.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu