Fréttir / Maí / 2012

30. maí 2012

Minnka má sementsmagn í steinsteypu um ríflega helming

Vitus Florian Mueller er fyrsti doktorsneminn sem útskrifast frá Byggingarsviði Tækni- og verkfræðideildar Háskóla Reykjavíkur og annar doktorsneminn sem útskrifast frá ICI Rheocenter en með setrinu tengjast rannsóknir Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og meistara- og doktorsnáms við Háskólann í Reykjavík.

›› Meira

30. maí 2012

Er íslenskt best í heimi? - umhverfisvæn steinsteypa

Próf. Ólafur Wallevik heldur fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík, fimmtudaginn 31. maí undir yfirskriftinni: ER ÍSLENSKT BEST Í HEIMI? - umhverfisvæn steinsteypa. Fyrirlesturinn stendur yfir frá kl. 12:15- 12:45 í stofu V1.02 BETELGÁS.

›› Meira

30. maí 2012

Heklugos á Suðurnesjum

Heklugos á Suðurnesjum er yfirskrift viðburðar sem ætlað er að kynna og efla hönnun á Suðurnesjum. Að viðburðinum standa Heklan, Eldey þróunarsetur, SKASS og Menningarráð Suðurnesja og fer hann fram í Eldey fimmtudaginn 31. maí kl.

›› Meira

29. maí 2012

Krásir - Matur úr héraði

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Ferðamálastofa óska eftir umsóknum í samstarfsverkefnið Krásir - Matur úr héraði. Umsóknarfrestur er til og með 11. júní 2012. Ekki er veittur styrkur til fjárfestinga og geta styrkir að hámarki numið 50% af heildarkostnaði verkefnisins.

›› Meira

24. maí 2012

Góð ráð til fasteignakaupenda

Fólk verður almennt að vanda sig þegar kemur að fasteignaviðskiptum og beita skynseminni en ekki tilfinningunum við val á eign þar sem kostnaður við viðhaldsframkvæmdir getur verið umtalsverður. Að mörgu er að hyggja þegar húseign er keypt og er fólk misvel að sér þegar kemur að því að velja réttu eignina.

›› Meira

23. maí 2012

Doktorsvörn á sviði steinsteypu

Tenging Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands við háskólasamfélagið er sterk og þá hvorutveggja í gegnum beina kennslu á ákveðnum sérsviðum innan veggja háskólanna og með öflugri þátttöku í sérhæfðum verkefnum nemenda.

›› Meira

23. maí 2012

Efnið skapar andann - vistvæn byggingarefni

Hvaða áhrif hafa vistvæn byggingarefni á innivist og hönnun bygginga? Er framboð hérlendis í takt við auknar kröfur um sjálfbærni og umhverfisvitund á byggingarmarkaði? Þann 24. maí stendur Vistbyggðarráð fyrir ráðstefnu um vistvæn byggingarefni sem ber yfirskriftina, Efnið skapar andann – Vistvæn byggingarefni og áhrif þeirra á innivist og hönnun.

›› Meira

22. maí 2012

Grænn vöxtur og velferð - framtíð nýsköpunar

Á liðnu ári setti Norræna ráðherranefndin af stað svokölluð „kyndilverkefni“ á þeim sviðum sem nefndin telur mest knýjandi fyrir framtíð atvinnu- og nýsköpunar á Norðurlöndunum.  Verkefni um „grænan hagvöxt og velferð“  er eitt þeirra verkefna sem lýtur forystu Íslands og er á ábyrgð iðnaðarráðuneytis.

›› Meira

22. maí 2012

Úthlutun Tækniþróunarsjóðs vor 2012

Lokið hefur verið við að meta umsóknir í Tækniþróunarsjóði fyrir vorið 2012, en umsóknarfrestur var til 15. febrúar síðastliðinn. Alls bárust 98 umsóknir í Tækniþróunarsjóð nú í vor og hefur stjórn sjóðsins ákveðið að bjóða verkefnisstjórum 23 verkefna að ganga til samninga.

›› Meira

22. maí 2012

Okkar menn boða endurnýjanlega orku í Denver

Um miðjan mánuðinn var haldið Heimsþing samtaka um endurnýjanlega orku á vegum World Renewable Energy Council and Network (WREC). Sérstakt boðserindi flutti Ingólfur Örn Þorbjörnsson framkvæmdastjóri Efnis-, líf- og orkutækni hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands þar sem hann sagði frá áhugaverðum tækifærum á íslenskum markaði og frá þeim verkefnum sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands er í forsvari fyrir og að taka þátt í bæði á innlendum og erlendum vettvangi.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu