Fréttir / September / 2012

28. september 2012

Fab Lab á Vísindavökunni 2012

Vísindavaka 2012 er haldin í dag, föstudaginn 28. september í Háskólabíói frá kl. 17 - 22. Hópur sérfræðinga frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður á svæðinu með sérstaka kynningu fyrir gesti og gangandi á Fab Lab, stafrænum smiðjum með tækjum og tólum til að búa til frumgerðir af nánast hverju sem er.

›› Meira

28. september 2012

Leitað að hönnuðum

HönnunarMars er stærsta sameiginlega verkefni íslenskra hönnuða ár hvert og um leið stærsta kynningarverkefni Hönnunarmiðstöðvar, hérlendis og erlendis. Næsti HönnunarMars, sá 5. í röðinni, verður haldinn dagana 14. - 17. mars 2013. Á undanförnum árum hafa verið farnar ýmsar leiðir við gerð einkennis HönnunarMars ár hvert.

›› Meira

27. september 2012

Námskeið vegna IPA verkefnastyrkja

Á næstu tveimur vikum verða haldin fjögur námskeið fyrir mögulega styrþega vegna auglýsingar um IPA verkefnastyrki sem eru með umsóknarfrest til 30. nóvember næstkomandi. Namskeiðin verða haldin á eftirfarandi stöðum: 2.-3. október - Reykjavík– Grand Hótel – hefst kl.

›› Meira

24. september 2012

Forstjóri stýrir skrifum í bók um endurnýjanlega orku

Í haust kom út hjá Elsevier forlaginu í Oxford  átta binda fræða- og uppsláttarrit um endurnýjanlega orku. Ritsafnið er í allt 6400 blaðsíður. Forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar er ritstjóri bindisins um jarðhita þar sem fjöldi alþjóðlegra fræðimanna rita kafla um jarðhita.

›› Meira

24. september 2012

Lánatryggingasjóður kvenna - umsóknarfrestur

Þann 8. mars árið 2011 var undirritað samkomulag um endurreisn Lánatryggingasjóðs kvenna sem starfræktur var á árunum 1998-2003.  Verkefnið er liður í viðleitni stjórnvalda til að efla atvinnulíf og hvetja til nýsköpunar á Íslandi.

›› Meira

21. september 2012

Menningarmiðlun og menningarferðaþjónusta

Brúarsmiðjan er nýstofnað fyrirtæki á sviði menningarmiðlunar, sem hefur það meginmarkmið að byggja brýr á milli skapandi greina og ferðaþjónustu. Margrét Sveinbjörnsdóttir, menningarmiðlari, er stofnandi og eigandi Brúarsmiðjunnar.

›› Meira

20. september 2012

150 milljarðar íslenskra króna í boði

Upplýsinga- og samskiptaáætlun ESB kallar til fyrirtækja, háskóla og rannsóknastofnana og lýsir eftir umsóknum í síðasta skipti í Sjöundu  rammaáætlun um rannsóknir og tækniþróun. Markmið Upplýsinga- og samskiptaáætlunarinnar er að bæta samkeppnishæfni evrópsks atvinnulífs og að skapa ramma um framtíðarþróun upplýsinga- og samskiptatækni til að mæta þörfum þjóðfélagsins og hagkerfisins.

›› Meira

17. september 2012

Fyrirtæki vikunnar: Björkin

Fyrirtæki vikunnar á frumkvöðlasetrum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er Björkin, ljósmæður ehf. Björkin er með aðsetur á KÍM - Medical Park sem er sérhæft frumkvöðlasetur innan heilbrigðisvísinda og tengdra greina til húsa að Vatnagörðum.

›› Meira

17. september 2012

Umhverfisverðlaun 2012 - óskað eftir tilnefningum

Ferðamálastofa auglýsir eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna fyrir árið 2012. Verðlaunin hefur stofnunin veitt árlega frá árinu 1995 og er tilgangur þeirra að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi.

›› Meira

17. september 2012

Styrkir til skipulags og hönnunar ferðamannastaða

Ferðamálastofa auglýsir eftir umsóknum um styrki til skipulags á áfangastöðum fyrir ferðamenn sem ekki eru í eigu eða umsjón ríkisins.  Um er að ræða 3 - 4 styrki að upphæð allt að kr. 3 milljónir.  Um getur verið að ræða þarfagreiningu, stefnumótunar-, skipulags- og hönnunarvinnu.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu