Fréttir / Október / 2012

31. október 2012

Ræktun berja í atvinnuskyni

Fræðslufundur um möguleika í ræktun berja í atvinnuskyni verður haldinn í sal stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum á Húsavík miðvikudaginn 7. nóvember kl. 15:30.  Jón Kr. Arnarson, verkefnisstjóri starfsmenntadeildar LbHÍ og Úlfur Óskarsson lektor við LbHÍ kynna möguleika til berjaræktunar í atvinnuskyni og ræða tækifæri í Þingeyjarsýslum.

›› Meira

30. október 2012

MýSköpun - hagnýting auðlinda

Stofnfundur MýSköpunar verður haldinn í Reykjahlíðarskóla þriðjudaginn 6. nóvember kl. 16:00. MýSköpun er félag sem komið var á laggirnar að frumkvæði sveitarstjórnar Skútustaðahrepps. Fulltrúar frá sveitarfélaginu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskólanum á Akureyri og Matís hafa unnið að undirbúningi MýSköpunar síðustu mánuði.

›› Meira

24. október 2012

Ísland í fyrsta sæti á sviði jafnréttismála

Ísland vermir enn 1. sætið í mælingum Alþjóðaefnahagsráðsins á stöðu jafnréttismála meðal 132 þjóðríkja. Í fréttatilkynningu ráðsins kemur fram að hæg framþróun sé almennt á sviði jafnréttismála á alþjóðavísu.

›› Meira

24. október 2012

Norskir læknar kynna sér SagaPro

Í síðustu viku kom hópur norskra heimilislækna í heimsókn til SagaMedica til að kynna sér vöruna SagaPro. Þetta er fyrsta formlega kynning SagaMedica fyrir hópi af erlendum læknum. Kynningin heppnaðist prýðilega og tóku læknarnir vörunni og niðurstöðunum vel.

›› Meira

23. október 2012

Nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu

Efnahagslegar aðstæður, kröfur um betri árangur og hagkvæmni í opinberum rekstri, nýjar og breyttar þarfir íbúa og kröfur um aukna þátttöku, samráð og gagnsæi í stjórnsýslu kallar á nýjar, áhrifaríkar og hugvitsamlegar lausnir í opinberri þjónustu og stjórnsýslu.

›› Meira

23. október 2012

Stofnun samvinnufélaga - kynningarfundur

Fólki á atvinnuleysisskrá býðst nú að taka þátt í átaks- og tilraunaverkefni um stofnun samvinnufélaga sem á sér erlenda fyrirmynd. Starfsemi samvinnufélaganna sem stofnuð verða geta falist í ýmiskonar þjónustu eins og til dæmis viðhalds- og viðgerðaþjónustu, þjónustu við eldri borgara eða fatlaða, kaffihúsi o.

›› Meira

23. október 2012

You are in control

Alþjóðlega ráðstefnan You Are In Control verður haldin í Reykjavík í fimmta sinn dagana 4. – 6. nóvember 2012 í Hörpu. Ráðstefnan tengir saman aðila sem starfa í skapandi greinum með áhuga á stafrænni miðlun.

›› Meira

23. október 2012

Skapandi greinar - sýn til framtíðar

Skýrsla um aðkomu hins opinbera að skapandi greinum á Íslandi var kynnt þann 19. oktober síðastliðinn í Hörpu.  Skýrslan er unnin af starfshópi á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, utanríkisráðuneytis, Íslandsstofu og Samtökum skapandi greina.

›› Meira

19. október 2012

StrollOn London

StrollOn London; Your Personal Audio Guideer er nýtt app frá Locatify sem kom út á dögunum. Smáforritið er unnið í samvinnu við fyrirtækið StrollOn í Bretlandi en í því er boðið upp á fimm snjallleiðsagnir um London.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu