Sérfræðingur á sviði margmiðlunar óskast til starfa

Nýsköpunarmiðstöð Íslands auglýsir eftir sérfræðingi á sviði margmiðlunar, hönnunar og umbrots á stafrænum gögnum og prentgripum. Viðkomandi þarf jafnframt að sjá um upptökur á fundum og ráðstefnum, klippingu á efni og yfirfærslu á rafrænt form til kynningar og fræðslu á netinu.  Starfið er mjög fjölbreytt og krefst sveigjanleika og skapandi hugsunar.  Ráðinn starfsmaður verður markaðsstjóra til halds og traust og til leiðbeiningar í hvers kyns kynningarmálum.

Margmiðlun

Kröfur um hæfni

Æskilegt er að viðkomandi hafi háskólamenntun á sviði miðlunar á efni, hönnun og umbrots og þekkingu á fjölmiðlun eða öðru sambærilegu. Eiginleikar eins og sjálfstæð og öguð vinnubrögð, frumkvæði, dugnaður og hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund eru skilyrði auk þess sem viðkomandi þarf að geta unnið með eftirfarandi kerfi. Öll vinnsla á gögnum fer fram í PC umhverfi.

  • Adobe CS6 kerfin (Premiere CS6, InDesign, Illustrator, Photoshop, Dreamveawer)
  • After Effects
  • Upptökur með Sony XDCam EX1

Umsóknarfrestur til 10. desember næstkomandi og er hvorutveggja hægt að sækja um rafrænt og með því að senda gögn í pósti merkt:

Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Miðlun gagna – Starfsumsókn
Árleynir 2-8
112 Reykjavík

Umsóknareyðublað er að finna hér

Við styrkjum stöðu íslensks atvinnulífs

Markmið Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er að styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs og auka lífsgæði með þekkingaruppbyggingu og stuðningsþjónustu fyrir frumkvöðla, sprota- og nýsköpunarfyrirtæki. Jafnframt eru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands stundaðar rannsóknir og unnið að tækniþróun á sviði framleiðslu, ferla, orku, bygginga og mannvirkja.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands kemur með nýjar víddir inn í íslenskt samfélag.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu