Jóladagatal Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Við hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands viljum fara ótroðnar og öðruvísi leiðir við framsetningu á jólakveðju okkar til viðskiptavina okkar og samstarfsaðila. Í ár ákváðum við að búa til sérstakt jóladagatal þar sem starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar láta ljós sitt skína og deila með okkur áhugamálum sínum og áhugaverðum uppskriftum.

Jóladagatal Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands 2012 er að finna hér

Jóladagatal 2012

Ný kveðja á hverjum degi í desember

Jólakveðjan er að þessu sinni helguð heilsu og hollustu og hefur þar með beina skírskotun í markmið okkar sem snýr að því að auka lífsgæði í landinu. Starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands eru ríflega 90 talsins og hafa 24 þeirra tekið höndum saman og sett saman uppskriftir og texta um áhugamál sín sem snúa að hreyfingu og almennu heilbrigði. Á ári hverju tökum við fagnandi á móti rúmlega 10.000 einstaklingum í handleiðslu og vinnum með fjölda einstaklinga og fyrirtækja að áhugaverðum rannsóknar- og þróunarverkefnum bæði hérlendis og erlendis. Með þessu jóladagatali viljum við gefa viðskiptavinum okkar og samstarfaðilum yfirlit yfir þá flóru sérfræðinga sem starfa hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 

Þetta erum við!

Njótið aðventunnar.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu