ESB styrkir íslenska tækniþróun

Evrópusambandið hefur ákveðið að styrkja Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Félag íslenskra sjúkraþjálfara, Sjúkraþjálfun Íslands ehf., Kine ehf. og fimm aðra Evrópska aðila um 350 milljónir króna, til tækniþróunar.  Nýsköpunarmiðstöð Íslands leiðir þetta verkefni fyrir hönd þátttakenda. Verkefninu, sem er til þriggja ára, er ætlað að þróa búnað til að meta hreyfigetu sjúklinga, stuðla að samræmingu verklags og aukinnar skilvirkni þeirrar þjónustu sem evrópskir sjúkraþjálfarar veita.

Evrópusambandið - styrkur 2012


Samstarf sem styrkir samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja

Nýsköpunarmiðstöð Íslands vinnur með það að leiðarljósi að styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs með því að auka og efla þekkingaryfirfærslu, nýsköpun og framleiðni íslenskra fyrirtækja.   Nýsköpunarmiðstöð, sem er leiðandi þjónustustofnun á sviði rannsókna- og þróunarstarfs, tækniyfirfærslu og stuðnings við frumkvöðla og fyrirtæki, rækir hlutverk sitt með fjölbreyttum hætti.  Stofnunin rækir lögbundin verkefni á víðtæku sviði en vinnur jafnframt að nýjum og framsæknum hugmyndum með sérstakri áherslu á langtíma hugsun og stefnumótandi þekkingaruppbyggingu.

Samstarfsverkefni við Evrópusambandið hafa verið mjög áberandi í starfsemi tæknideilda Nýsköpunarmiðstöðvar  á nýliðnum árum. 

Dæmi um fleiri samstarfsverkefni er að finna hér

 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu