Sex og hálfri milljón úthlutað til hönnuða og arkitekta

Hönnunarsjóður Auroru úthlutaði 6,5 milljónum til hönnuða og hönnunarverkefna í lok nóvember. Hönnunarsjóður Auroru hefur úthlutað alls 17 milljónum til hönnuða og hönnunarverkefni á árinu 2012.

Hönnunarsjóður - nóvember 2012

Mynd tekin við afhendingu á styrkjum við hönnuði

Hjá Hönnunarsjóði Auroru er lögð áhersla á að styðja verkefni þar sem hönnuðir hafa skýra sýn og markmið. Í þessari úthlutun má greina áherslu hönnuða á mikilvægi rannsóknarvinnu við undirbúning verkefna sinna. Það er fulltrúum sjóðsins sönn ánægja að geta veitt hönnuðum næði til að kafa á aukið dýpi í rannsóknarvinnu sinni sem er einn mikilvægasti þáttur hönnunarferlisins og forsenda góðrar útkomu.


Nóvemberúthlutun 2012:

  • Fatahönnunarverkefnið Ostwald Helgason (1.5 milljón) Ingvar Helgason og Susanne Ostwald fatahönnuðir, fyrir frekari þróun og markaðsstarf fyrir fatalínu sína og þátttöku í tískuvikunni í New York í maí 2013.
  • Spark Design Space (1.2 milljón) Fyrir gerð kynningarefnis um hönnun og hönnuði sem sýnt hafa í galleríinu.
  • Vöruhönnunarverkefnið Textasíða (1.2 milljón) Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdótir vöru- og grafískir hönnuðir, fyrir frekari vöruþróun og undirbúning verkefnisins Textasíður fyrir fjöldaframleiðslu.
  • Rannsóknar og hönnunarverkefni byggt á ævistarfi Gísla B. Björnssonar (1.2 milljón) Ármann Agnarsson grafískur hönnuður, fyrir rannsóknar og hönnunarverkefni byggt á ævistarfi grafíska hönnuðarins Gísla B. Björnssonar í tengslum við uppsetningu sýningar sem nú stendur yfir í Hönnunarsafni Íslands.
  • Arkitektúr, bókverk (750 þúsund) Guðni Valberg arkitekt og Anna Dröfn Magnúsdóttir sagnfræðingur, fyrir rannsóknar- og hönnunarverkefni vegna undirbúnings að gerð bókar um sögu hönnunar og staðarvals margra helstu bygginga í Reykjavíkurborg.
  • Guðrún Eysteinsdóttir textílhönnuður (500 þúsund) Styrkur til starfsnáms hjá Center for Advanced Textiles (CAT) í Glasgow, Skotlandi.
  • Hildigunnur Sigurðardóttir fatahönnuður (500 þúsund) Styrkur til starfsnáms hjá fatahönnuðinum Roland Mouret í London.


Um er að ræða aðra úthlutun úr sjóðnum á þessu ári, en þá níundu frá því Hönnunarsjóðurinn hóf starfsemi sína í byrjun árs 2009. Aftur verður úthlutað úr sjóðnum á vormánuðum 2013.

Nánari upplýsingar um hönnunarsjóðinn er að finna á heimasíðu Hönnunarmiðstöðvar Íslands eða hér

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Margrét Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Hönnunarsjóðs Auroru í síma 772-1200 / netfang: gmo@honnunarsjodur.is www.honnunarsjodur.is

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu