Nautakjöt beint frá býli

Reglulega býður Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samvinnu við Framleiðnisjóð landbúnaðarins, landsmönnum upp á námskeiðið Vaxtarsprota þar sem þeir geta unnið að framkvæmd eigin viðskiptahugmynda.  Fjöldi einstaklinga hefur frá upphafi tekið þátt í námskeiðinu frá upphafi og eiga fjölmörg ný verkefni og fyrirtæki rætur sínar að rekja til námskeiðsins.

Einar Örn

Feðgarnir á Garði í Eyjafjarðarsveit eru gott dæmi um teymi sem sat Vaxtarsprotanámskeið hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Akureyri og vann meðal annars viðskiptaáætlun fyrir hugmynd sína.  Gömlu mjólkurhúsi var breytt í fyrsta flokks kjötvinnslu, sem uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar eru til slíkrar starfsemi og í dag er staðan sú að feðgarnir hafa leyfi til að selja afurðir frá búinu til heimila, mötuneyta og veitingastaða. Sala á nautakjöti frá Garði hófst í haust og hafa viðtökurnar verið góðar.

Neytendur vilja í auknu mæli versla beint við bóndann og fá þannig tryggingu fyrir uppruna og gæðum vörunnar.  Bændurnir eru í þessu tilfelli menntaðir búfræðingar og við kjötvinnsluna starfar faglærður kjötiðnaðarmaður. Á vefversluninni www.nautakjot.is er hægt að panta kjötið, einnig er hægt að kaupa kjöt í Kaffi kú, sem er kaffihús yfir fjósinu í Garði en kaffihúsið er opið allar helgar og eftir samkomulagi. Fjórir mismunandi kjötpakka eru í boði auk þess sem hægt að panta aðrar útfærslur sérsniðnar að þörfum viðskiptavinanna. Vörurnar eru seldar um land allt og líta bændurnir á að landið allt sé þeirra markaðssvæði.

Nánari upplýsingar um Vaxtarsprota er að finna hér

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu