Fréttir / 2012

27. janúar 2012

Nýtt hráefni til stefnumótunar fyrir ferðaþjónustuaðila á Íslandi

Þverfaglegt samstarf í verkefninu Ísland allt árið hefur meðal annars skilað sér í útgáfu á fjölda skýrslna þar sem einstaka þættir í íslenskri ferðaþjónustu hafa verið greindir. Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Íslandsstofa hafa stýrt greiningarvinnunni í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar en vinnan sjálf var unnin í samvinnu við Ferðamálastofu, Byggðastofnun og Háskólann á Hólum.

›› Meira

27. janúar 2012

Norðaustan 10 - sýning opnuð á Húsavík

Sýning hefur nú verið opnuð í Safnahúsinu á Húsavík með afrakstri og afurðum úr samstarfsverkefninu  Norðaustan 10. Afraksturinn verður jafnframt til sýnis á Hönnunarmars í Reykjavík dagana 22. - 25. mars 2012. Norðaustan 10 er vöruþróunarverkefni sem unnið hefur verið á Norðaustur- og Austurlandi í samstarfi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, "Úti á Túni - menningarmiðstöð" á Húsavík og "Þorpið - skapandi samfélag" á Egilsstöðum.

›› Meira

24. janúar 2012

Átaksverkefninu lokið

Átaksverkefninu um markvissa upplýsingamiðlun um fjármögnunarleiðir innan norræns samstarfs er nú lokið. Verkefnið var sett af stað til tveggja ára og lauk 31. desember 2011. Markmiðið var að upplýsa og auka möguleika íslenskra fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og einstaklinga að sækja í samnorrænt styrkfé.

›› Meira

23. janúar 2012

Styrkir til atvinnumála kvenna 2012

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna er velferðarráðherra veitir árlega. Styrkir þessir hafa verið veittir síðan árið 1991 og er markmið þeirra að efla atvinnulíf og auka aðgengi kvenna að fjármagni.

›› Meira

23. janúar 2012

Samstarfsnet skapandi aðila á Norðurlöndum

KreaNord er umfangsmikið norrænt verkefni, sem miðar að því að styrkja stöðu skapandi greina og auka sóknarfæri á alþjóðamarkaði. KreaNord hefur nú endurnýjað vefsíðuna www.kreanord.org og bætt við upplýsingum og aukið gagnvirkni síðunnar.

›› Meira

20. janúar 2012

Lægsta kolefnisspor steinsteypu í heimi

Íslensk steinsteypa slær met á Heimsþingi hreinnar orku Síðustu þrjá dagana hefur Heimsþing hreinnar orku staðið yfir í Abu Dhabi. Þúsundir gesta sitja þingið og þar á meðal nokkrir Íslendingar. Umhverfisvæna steinsteypan sem Ólafur H.

›› Meira

20. janúar 2012

Iðnhönnun er leið til að betrumbæta hið daglega líf

Hönnuðurinn Sigurður Þorsteinsson hefur verið búsettur í Mílanó á Ítalíu í rúm 25 ár og er þar einn af eigendum fyrirtækisins Design Group Italia. Design Group Italia er frábrugðin öðrum ítölskum hönnunarstofum að því leytinu til að hún fæst meira og minna eingöngu við hönnun neytendavöru meðan aðrar hönnunarstofur eru meira þekktar fyrir hönnun á svokölluðum lífstílsvörum.

›› Meira

18. janúar 2012

Gulleggið - frumkvöðlakeppni Innovit

Innovit tekur nú á móti umsóknum í Gulleggið frumkvöðlakeppni. Markmið keppninnar er að hjálpa einstaklingum að láta hugmyndir sínar verða að veruleika. Allir þeir sem luma á viðskiptahugmynd eru því hvattir til þess að senda hana inn í keppnina og fá í kjölfarið aðstoð við að breyta hugmyndunum í fullbúnar viðskiptaáætlanir.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu