Fréttir / 2012

10. janúar 2012

Skilafrestur umsókna í Þróunarsjóð framlengdur

Vegna mikils álags á umsóknarkerfi Nýsköpunarmiðstöðvar og bilunar hefur kerfið legið niðri frá hádegi í dag. Skilafrestur umsókna er því framlengdur til kl. 16:00 miðvikudaginn 11. janúar. Umsækjendur eru hvattir til að reyna að senda umsóknir sínar inn í dag og kvöld til að dreifa álagi á kerfið.

›› Meira

10. janúar 2012

Fyrirtækjum á Hornafirði boðið í þarfagreiningu

Næstkomandi föstudag stendur fyrirtækjum á Hornafirði og í nágrannasveitum til boða að fá reyndan viðskiptaráðgjafa í heimsókn og vinna þarfagreiningu þeim að kostnaðarlausu. Að greiningu lokinni fá fyrirtæki í hendur niðurstöður greiningar og ábendingar um hvar vinna megi betur að ýmsum verkþáttum.

›› Meira

10. janúar 2012

Evrópusamvinna - kynning 12. janúar

Kynning á tækifærum og styrkjum í evrópsku og norrænu samstarfi verður haldin á Háskólatorgi fimmtudaginn 12. janúar 2012 kl. 15:00 - 17:30. Allir velkomnir! Þar gefst færi á að hitta fulltrúa evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa á Íslandi og kynna sér möguleika á styrkjum og samstarfi á öllum sviðum menntamála, rannsókna, vísinda, nýsköpunar, menningar og atvinnulífs.

›› Meira

06. janúar 2012

SmartGuide North Atlantic - GPS Smáforrit

Snjallsögumaðurinn í Norður-Atlantshafi (SmartGuide North Atlantic), er nýtt smáforrit fyrir iPhone snjallsíma og iPads spjaldtölvur gefið út af Locatify og er fáanlegt í vefverslun Apple. Nýja smáforritið er samstarfsverkefni fyrirtækisins Locatify á Íslandi, Kunningarstovan í Þórshöfn í Færeyjum, Greenland Sagalands í Qaqortoq á Grænlandi og OPUS - Vadso Videregående skole í Norður-Noregi.

›› Meira

04. janúar 2012

Vistvænar nýsköpunarhugmyndir á matvælasviði

Oftsinnis er litið til nýsköpunar sem áhrifaríkra leiðar til að minnka umhverfislega byrði af mannlegum umsvifum og á sama tíma sem vænlegan kost til að skapa vöxt og hagnað, bæði innan einstakra fyrirtækja og heilla hagkerfa.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu