Fréttir / 2012

19. október 2012

StrollOn London

StrollOn London; Your Personal Audio Guideer er nýtt app frá Locatify sem kom út á dögunum. Smáforritið er unnið í samvinnu við fyrirtækið StrollOn í Bretlandi en í því er boðið upp á fimm snjallleiðsagnir um London.

›› Meira

17. október 2012

Vika helguð frumkvöðlastarfi kvenna

Undanfarin þrjú ár hefur ein vika á ári verið helguð nýsköpunarfyrirtækjum og frumkvöðlum í Evrópu undir yfirskriftinni SME Week eða evrópska fyrirtækjavikan. Í ár er vikan tileinkuð frumkvöðlastarfi kvenna þar sem áhersla er lögð á menntun, fjármögnun, fjárfestingar, tengslanetið og alþjóðavæðingu eða svo kölluð „born global“ fyrirtæki.

›› Meira

16. október 2012

Samvinnufélög fyrir atvinnuleitendur

Fólki á atvinnuleysisskrá býðst nú að taka þátt í tilraunaverkefni um stofnun samvinnufélaga með stuðningi nokkurra aðila sem hafa að markmiði að skapa ný atvinnutækifæri. Þessir aðilar eru Rannsóknasetur verslunarinnar við Háskólann á Bifröst, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Vinnumálastofnun.

›› Meira

16. október 2012

Remake valið besta fjárfestingatækifærið í Evrópu

Íslenska hátæknifyrirtækið ReMake Electric stóð uppúr alþjóðlegu mati á evrópska orkubúnaðar- og tækjageiranum sem helsta fjárfestingartækifæri í Evrópu árið 2012. Matið fór fram hjá markaðs- og ráðgjafarisanum Frost & Sullivan sem starfar í 6 heimsálfum, en verðlaunin eru hluti af árlegu „Best Practices Awards“ frá Frost & Sullivan í Evrópu.

›› Meira

15. október 2012

Sprotar.is - ný upplýsingaveita

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur nú sett í loftið vefinn Sprotar.is - upplýsinga­veit­u sem er ætlað að vera helsti vettvangur upplýsingamiðlunar um íslensk sprotafyrirtæki og starfsumhverfi þeirra. Vefurinn inniheldur gagnlegar upplýsingar um íslensk sprotafyrirtæki og starfsemi þeirra og hefur það að markmiði að gera sprotafyrirtæki sýnilegri gagnvart ólíkum hagsmunaaðilum í samfélaginu.

›› Meira

14. október 2012

Vottun fær faggildingu

Þann 28. september síðastliðinn fékk Vottun hf., sem staðsett er á frumkvöðlasetri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, afhent faggildingarskjal frá ISAC (Faggildingarsviði Einkaleyfastofu). Afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn að viðstöddum gestum í ný uppgerðum salarkynnum Nýsköpunarmiðstöðvar.

›› Meira

12. október 2012

Evrópska fyrirtækjavikan

Undanfarin þrjú ár hefur ein vika á ári verið helguð nýsköpunarfyrirtækjum og frumkvöðlum í Evrópu undir yfirskriftinni SME Week eða evrópska fyrirtækjavikan. Í ár er vikan tileinkuð frumkvöðlastarfi kvenna þar sem áhersla er lögð á menntun, fjármögnun, fjárfestingar, tengslanetið og alþjóðavæðingu eða svo kölluð „born global“ fyrirtæki.

›› Meira

12. október 2012

Sóknarfæri á Vesturlandi - kynningarfundir

Sóknarfæri á Vesturlandi  er samstarfsverkefni með Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og er sérstaklega ætlað fyrirtækjum og einstaklingum  á starfssvæði samtakanna.  Verkefnið er tvíþætt og felst annars vegar í ráðgjöf og stuðningi við fyrirtæki sem vilja vinna að nýsköpun, vexti eða umbótum í starfsemi sinni og hins vegar í námskeiði um gerð viðskiptaáætlana.

›› Meira

12. október 2012

Bleikur föstudagur

Október er mánuður Bleiku slaufunnar og árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Af því tilefni ákváðu starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands að mæta í bleiku í vinnuna og sýna þannig samstöðu í baráttunni gegn krabbameini hjá konum.

›› Meira

11. október 2012

Mikill áhugi á vatnstjónavörnum

Norrænn tæknihópur um vatnstjón og vatnstjónavarnir hélt vinnufund á Íslandi í nýliðinni viku til undirbúnings fyrir Norræna vatnstjónaráðstefnu sem haldin verður í Stokkhólmi haustið 2013. Nýsköpunarmiðstöð Íslands boðaði til umræðufundar samhliða þessum vinnufundi og mættu rúmlega 50 aðilar úr ólíkum áttum á fundinn sem sýnir glögglega þann mikla áhuga sem ríkir á á viðfangsefninu.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu