Fréttir / 2012

11. október 2012

Tækifæri á innri markaði ESB

Utanríkisráðuneyti, fastanefnd ESB á Íslandi og Evrópustofa halda málstofu þriðjudaginn 16. október nk. kl. 16:00 – 17:30 á Grand hótel í tilefni af 20 ára afmæli innri markaðar ESB. Fjallað verður um tækifæri á innri markaðnum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki þar sem fulltrúar hagsmunaaðila og fyrirtækja munu ræða reynslu sína og þær áskoranir sem framundan eru.

›› Meira

09. október 2012

Mikill áhugi á matvælum úr héraði

Framleiðsla á matvælum sem er kennd við ákveðin svæði og menningu hefur aukist mjög hérlendis undanfarin ár. Ástæðan er meðal annars fjölgun innlendra og erlendra ferðamanna. Búist er við að framleiðendum fjölgi enn frekar.

›› Meira

08. október 2012

Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Vestfjörðum

Helgina 12. til 14. október næstkomandi fer fram Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Vestfjörðum. Viðburðurinn er vettvangur fyrir þá sem langar að koma viðskiptahugmynd í framkvæmd eða taka þátt í uppbyggingu hugmynda annarra.

›› Meira

04. október 2012

The Startup Kids

Heimildamyndin The Startup Kids er ný íslensk heimildamynd um unga veffrumkvöðla. Myndin var frumsýnd á RIFF og verður áfram í sýningu öll kvöld í vikunni 8. - 14. október í Bíó Paradís. Myndin fjallar um unga frumkvöðla sem hafa stofnað vef- eða tæknifyrirtæki í Evrópu og Bandaríkjunum.

›› Meira

03. október 2012

Verkstjórnunarnámskeið - stjórnunarnám

Nýtt starfsnám fyrir starfandi og verðandi verkstjórnendur sem byggir á fyrirlestrum, verkefnum og æfingum hefst mánudaginn 5. nóvember. Námið byggir á því að þátttakendur læri og temji sér hagnýtar aðferðir í stjórnun og samskiptum, þekki formlega stöðu og ábyrgð verkstjóra gagnvart starfsmönnum og fyrirtækinu.

›› Meira

03. október 2012

Stofnun og rekstur smáfyrirtækja - nýtt námskeið

Reglulega heldur Nýsköpunarmiðstöð Íslands námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja og er nýtt námskeið á haustönn við það að fara af stað. Námskeiðið hefst laugardaginn 27. október kl. 10:30, er sex dagar í heild og 35 kennslustundir.

›› Meira

03. október 2012

Færni til framtíðar: Samspil menntunar og atvinnulífs

Landskrifstofa Menntaáætlunar ESB býður til málþings um samspil menntunar og atvinnulífs með sérstakri áherslu á styrkjamöguleika sem bjóðast í Menntaáætlun Evrópusambandsins. Frummælendur eru m.a. fulltrúar menntamálayfirvalda, fulltrúar frá Leonardo starfsmenntun, Newskills Network, Grundtvig fullorðinsfræðslu og fulltrúi Vinnumálastofnunar.

›› Meira

03. október 2012

Vatnstjón og vatnstjónavarnir

Norrænn tæknihópur um vatnstjón og vatnstjónavarnir heldur vinnufund á Íslandi til undirbúnings fyrir Norræna vatnstjónaráðstefnu sem haldin verður í Stokkhólmi næsta haust. Í hópnum eru sérfæðingar frá öllum Norðurlöndunum bæði frá rannsóknaraðilum og einnig frá tryggingarfélögum.

›› Meira

02. október 2012

Tölfræði í ferðaþjónustu

Alþjóðleg ráðstefna um tölfræði í ferðaþjónustu (Global Forum on Tourism Statistics) verður haldin í Hörpu dagana 14.-16. nóvember næstkomandi. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár af EUROSTAT (Hagstofu Evrópusambandsins) og ferðamálanefnd OECD og er ætluð þeim sem áhuga hafa á rannsóknum og hagnýtingu talna í ferðaþjónustu.

›› Meira

28. september 2012

Fab Lab á Vísindavökunni 2012

Vísindavaka 2012 er haldin í dag, föstudaginn 28. september í Háskólabíói frá kl. 17 - 22. Hópur sérfræðinga frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður á svæðinu með sérstaka kynningu fyrir gesti og gangandi á Fab Lab, stafrænum smiðjum með tækjum og tólum til að búa til frumgerðir af nánast hverju sem er.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu