Fréttir / Janúar / 2013

28. janúar 2013

Nýsköpunarsjóður námsmanna

Næsti umsóknarfrestur í Nýsköpunarsjóð námsmanna er 8. mars næstkomandi. Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunn- og meistaranámi við háskóla til sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni.

›› Meira

28. janúar 2013

Nýtt fyrirtæki á frumkvöðlasetri - Sigurást

Fyrirtækið Sigurást flutti á dögunum inn á setur Nýsköpunarmiðstöðvar á Keldnaholti. Fyrirtækið sérhæfir sig í því að birta gagnlegur upplýsingar um um fyrirburafæðingar auk þess að framleiða sérsniðinn fatnað fyrir fyrirbura.

›› Meira

25. janúar 2013

Handbók um Living Lab aðferðafræðina

Gefin hefur verið út ný handbók um Living Lab aðferðafræðina og byggð er á reynslu við vinnslu verkefnisins SmartIES. Aðferðafræðin sem notuð er kallast FormIT og er þróuð af Botnia Living Lab, samstarfsaðila Iceland Living Lab í Svíþjóð.

›› Meira

24. janúar 2013

Umsóknarfrestur í Brautargengi rennur út á morgun

Námskeiðið Brautargengi hefst að nýju í Reykjavík mánudaginn 4. febrúar. Námskeiðið er sniðið að þörfum kvenna sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd með nýju eða starfandi fyrirtæki. Fjöldi útskrifaðra Brautargengiskvenna nálgast þúsundið óðfluga og má gera ráð fyrir að þeirri tölu verði náð með útskriftum á komandi námskeiði.

›› Meira

24. janúar 2013

Fyrirtækjastefnumót á CeBit í mars

Þau fyrirtæki og stofnanir í upplýsingatækni sem eru að leita að samstarfsaðilum gætu fundið þá á tæknisýningunni CeBit í Hannover með hjálp Enterprise Europe Network. Fyrirtækjastefnumót á CeBit tæknisýningunni gefur sýnendum og gestum möguleika á að finna viðskipta- og/eða rannsóknafélaga á fyrirfram bókuðum fundum.

›› Meira

23. janúar 2013

Búðu til þinn eigin ratleik

Locatify leitar til Íslendinga um að taka þátt í prófunum Locatify býður landsmönnum á nýju ári að taka þátt í opnum lokaprófunum á kerfi þar sem hver og einn getur á einfaldan máta búið til eigin ratleik og snjallleiðsögn sér að kostnaðarlausu og gefið út í appi í eigin síma.

›› Meira

22. janúar 2013

Tækniþróunarsjóður - næsti umsóknarfrestur

Tvisvar sinnum á ári geta fyrirtæki og frumkvöðlar sótt um styrk úr Tækniþróunarsjóði, sem er einn stærsti sjóður sinnar tegundar hér á landi. Næsti umsóknarfrestur er föstudagurinn 15. febrúar. Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins.

›› Meira

21. janúar 2013

Steinsteypuverðlaunin 2013 - tillögur óskast

Steinsteypufélag Íslands leitast stöðugt við að vekja athygli á mikilvægi steinsteypu í umhverfi okkar enda steinsteypa helsta byggingarefni Íslendinga. Stjórn félagsins hefur ákveðið að velja steinsteypt mannvirki ársins í þriðja sinn.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu