Fréttir / Febrúar / 2013

28. febrúar 2013

Róbert Guðfinnsson er Brautryðjandinn 2013

Viðurkenning fyrir framúrskarandi atorku og hugvit á sviði verðmæta- og nýsköpunar var veitt á ársfundi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í morgun.  Fyrstur til að hljóta viðurkenninguna, sem hlotið hefur heitið, Brautryðjandinn, var Siglfirðingurinn Róbert Guðfinnsson en viðurkenningin verður veitt árlega hér eftir.

›› Meira

28. febrúar 2013

Íslensk sérfræðiþekking er mesta þjóðargullið

Ljóst er að helsta þjóðargull okkar Íslendinga liggur í mannauðnum og verður sú þekking sem til verður í innlendum og erlendum samstarfsverkefnum seint metin til fulls. Samstarfsverkefni sem snúa meðal annars að yfirfærslu þekkingar á milli atvinnugreina, fullnýtingu hráefnis, grænkun hagkerfisins, nýjum lausnum á sviði steinsteypu, matvæla og ferðaþjónustu eru þegar farin að leiða af sér nýja sprota og betri nýtingu á náttúrulegum auðlindum.

›› Meira

28. febrúar 2013

Hellingur af gulli í íslenska jarðhitaberginu

Ný endurskoðuð greining á sýnum úr boruholukjörnum úr Þormóðsdal hefur leitt í ljós að vænlegt þykir að undirbúa gullvinnslu á svæðinu. Í undirbúningi er að hefja ítarlegri leit með vinnslu í huga og það í samvinnu við breska sérfræðinga.

›› Meira

27. febrúar 2013

Þjóðargullið - dagskrá ársfundar 2013

Þann 28. febrúar næstkomandi heldur Nýsköpunarmiðstöð Íslands ársfund sem ber yfirskriftina „Þjóðargullið“. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 08:30 - 10:45 en húsið opnar með léttum morgunverði og ljúfum tónum kl.

›› Meira

22. febrúar 2013

Úthlutun Orkurannsóknarsjóðs Landsvirkjunar

Sjötta úthlutun Orkurannsóknarsjóðs Landsvirkjunar fór fram við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík, fimmtudaginn 21. febrúar. Úthlutað var 60 milljónum til margvíslegra verkefna á sviði umhverfis- og orkumála.

›› Meira

22. febrúar 2013

HAp+ verndar og viðheldur heilbrigði tanna

HAp + er ný íslensk vara framleidd af sprotafyrirtækinu Ice Medico. Varan er með sérstöðu á heimsvísu, er einkaleyfisvarin og byggð á íslensku hugviti og rannsóknum. Nýtt sprotafyrirtæki Ice Medico hefur sett á íslenskan markað nýja, súra og sykurlausa vöru, sem eykur munnvatnsframleiðslu hjá einstaklingum.

›› Meira

18. febrúar 2013

Íslenskir vísindamenn hljóta lof fyrir skrif um jarðhita

Í sumar kom út hjá Elsevier forlaginu í Oxford átta binda fræðsluverk um endurnýjanlega orku. Aðalritstjóri verksins var próf. Ali Sayigh hjá Háskólanum Southampton í Bretlandi. Verkið spannar alla endurnýjanlega orku og er heilt bindi í verkinu helgað jarðhita undir ritstjórn Þorsteins I.

›› Meira

18. febrúar 2013

Opnið fyrir umsóknir í Átak til atvinnusköpunar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átaki til atvinnusköpunar en verkefnið veitir styrki til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja.

›› Meira

17. febrúar 2013

Samhljómur á Tækni- og hugverkaþingi 2013

Tækni- og hugverkaþing 2013 fór fram í Salnum, Kópavogi sl. föstudag. Á fundinum kynntu sex stjórnmálaflokkar tillögur sínar að umbótum á starfsumhverfi tækni- og hugverkafyrirtækja. Samstaða er um skattalega hvata til að efla vöxt lítilla og meðalstórra fyrirtækja og aðgerðaáætlun um eflingu verk- og tæknináms.

›› Meira

13. febrúar 2013

Efling tengsla milli nemenda og fyrirtækja

Íslenski sjávarklasinn kynnir nýtt framtak sem ber heitið Verkefnamiðlun. Um er að ræða eflingu tengsla milli nemenda og fyrirtækja með miðlun á raunhæfum verkefnum. Framtakið er í formi vefsíðu þar sem fyrirtækjum gefst kostur á að skrá áhugaverð verkefni sem þau óska eftir nemendum til að sinna.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu