Fréttir / Mars / 2013

27. mars 2013

Sjálfbærasta framkvæmd Íslandssögunnar

Á Grænum dögum í Háskóla Íslands í síðustu viku flutti Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, erindi undir yfirskriftinni Sjálfbær Nýsköpun. Að mati Þorsteins Inga ber hitaveita í  Reykjavík höfuð og herðar yfir allar aðrar framkvæmdir í sögu Íslands.

›› Meira

27. mars 2013

Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka

Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka styrkir frumkvöðlaverkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlega orku og sjálfbæran sjávarútveg. Markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar á ofangreindum sviðum.

›› Meira

26. mars 2013

70 milljóna nýsköpunarsjóður fyrir konur

Svanni er nýsköpunarsjóður sem ætlaður er konum í atvinnurekstri. Mikil þörf var á slíku úrræði vegna þess hve konur eru síður áhættusæknar en karlar og hrinda þar með síður hugmyndum sínum í framkvæmd.

›› Meira

26. mars 2013

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin á Akureyri

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin á Akureyri fer fram helgina 5. til 7. apríl næstkomandi. Markmið viðburðarins er að hjálpa einstaklingum að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Að baki viðburðinum standa Innovit og Landsbankinn í samstarfi við Akureyrarstofu, Stefnu og Tækifæri.

›› Meira

25. mars 2013

Samkeppnisstaða norðlenskra fyrirtækja - boð á fund

Í tengslum við evrópskt samstarfsverkefni undir forystu Rannís þá er boðað til fundar með ferðaþjónustufyrirtækjum á Norðurlandi þriðjudaginn 26. mars frá kl. 15 - 16 á Hótel Kea, Akureyri. Fallegir hestar á Norðurlandi Um er að ræða fyrsta fund í verkefni sem hefur þann tilgang að bæta svæðisbundna samkeppnisstöðu viðkomandi fyrirtækja gegnum greningu og þróun á ferðaþjónustuklasa á svæðinu.

›› Meira

21. mars 2013

Grænir dagar í Háskóla Íslands

Gaia, félag nemenda í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ stendur fyrir fimm daga grænni dagskrá þar sem umhverfismál eru sett í forgrunn í þeim tilgangi að styrkja umhverfisvitund innan sem utan Háskólans.

›› Meira

20. mars 2013

Ólympíuleikarnir í eðlisfræði 2013

Helgina 16. til 17. mars fór fram lokakeppni Landskeppninnar í eðlisfræði. Keppnin í ár var sú þrítugasta sem haldin hefur verið á Íslandi. Undankeppnin fór fram 26. febrúar og tóku 137 nemendur úr 11 framhaldsskólum þátt í keppninni að þessu sinni.

›› Meira

20. mars 2013

Grænar tæknilausnir á alþjóðamarkað

Tíu íslensk tæknifyrirtæki í sjávarútvegi undirrituðu á dögunum samstarfssamning um þróun grænnar tækni fyrir veiðar og vinnslu. Verkefnið nefnist Green Marine Technology og er afrakstur samstarfs tæknifyrirtækja innan Íslenska sjávarklasans en að því standa 3X Technology, Dis, Marport, Naust Marine, Navis, Pólar togbúnaður, Prómens, Samey, ThorIce og Trefjar.

›› Meira

19. mars 2013

Styrkir til klasaverkefna

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í BSR Innovation Express, evrópska nálgun sem stuðlar að alþjóðavæðingu lítilla og meðalstórra fyrirtækja í gegnum klasaverkefni. Opinberir aðilar frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Litháen, Noregi og Svíþjóð fjármagna kallið í þeim tilgangi að hvetja til aukins millilandasamstarfs lítilla og meðalstórra fyrirtækja í gegnum klasaverkefni.

›› Meira

19. mars 2013

Ellefu vinningshafar heimsækja Fab Lab

Dagana 11. og 12. mars heimsóttu ellefu vinningshafar í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna Fab Lab á Sauðárkróki sem rekið er af Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Krakkarnir komu víða að af landinu og nýttu ferðina mjög vel.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu