Fréttir / Maí / 2013

31. maí 2013

Þúsundasta Brautargengiskonan útskrifuð

Þrjátíu og þrjár konur útskrifuðust í dag af Brautargengi, þar af 22 konur í Reykjavík og 11 konur á Egilsstöðum. Þessi hópur hefur frá upphafi árs verið að vinna að mörkun og framkvæmd eigin viðskiptahugmynda sem þegar eru komnar á markað eða við það að líta dagsins ljós.

›› Meira

31. maí 2013

Horft af Austurbrú

Á föstudaginn var haldinn ársfundur Austurbrúar í Herðubreið á Seyðisfirði og flutti Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands eina erindi ársfundarins að þessu sinni. Erindið bar heitið Horft af Austurbrú.

›› Meira

30. maí 2013

Scintilla hannar fyrir Bláa lónið

Íslenska sprotafyrirtækið Scintilla hannar heimilistextíl og aðra muni fyrir heimilið með áherslu á einstök mynstur og bjarta liti. Scintilla státar af vörulínu sem inniheldur m.a rúmfatnað, teppi, handklæði, púða, náttfatnað og ilmkerti sem eru til sölu í Bandaríkjunum og Evrópu.

›› Meira

30. maí 2013

Ný snjalltækjalausn frá Eldey Software

Eldey hugbúnaður ehf kynnir nýja lausn „Eldey mobile“ sem keyrir á flestum gerðum spjaldtölva og snjallsíma. Um er að ræða pantana- og skráningarkerfi fyrir spjaldtölvur sem í framtíðinni mun leysa af eldri gerðir af hefðbundnum handtölvum sem nýttar eru til pantana og skráninga í dag.

›› Meira

30. maí 2013

Úthlutun Tækniþróunarsjóðs vor 2013

Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur lokið við úthlutun fyrir vor 2013. Alls bárust 170 umsóknir í Tækniþróunarsjóð vegna umsóknarfrests sem rann út 15. febrúar síðastliðinn. Á fundi sínum 29. maí 2013 ákvað stjórn sjóðsins að bjóða verkefnisstjórum þrjátíu og þriggja verkefna að ganga til samninga.

›› Meira

29. maí 2013

ESB styrkir í vistvæna nýsköpun

Auglýst er eftir verkefnum sem fjalla um nýja tækni, vörur eða framleiðsluaðferðir í atvinnugreinum þar sem umtalsverðir möguleikar eru á betrumbótum. Hér er til dæmis um að ræða framleiðsluaðferðir í matar- og drykkjarframleiðslu, endurvinnslu, vatnsnotkun og byggingariðnaði.

›› Meira

24. maí 2013

Startup Iceland 2013 - sjálfbær nýsköpun og uppbygging

Startup Iceland verður haldin í annað sinn á Íslandi dagana 1. - 4. júní í Háskólanum í Reykjavík og Hörpu.  Í ár verður megináhersla lögð á sjálfbæra nýsköpun og uppbyggingu Íslands til framtíðar. Startup Iceland veitir viðskipta-og frumkvöðlaumhverfinu á Íslandi mikilvægan stuðning með því að fá til Íslands áhrifafólk víðs vegar að til að koma og taka þátt í mikilvægri umræðu um sjálfbærni frumkvöðlasamfélaga.

›› Meira

23. maí 2013

Umhverfisvænir og ungir frumkvöðlar

Á næsta ári mun frumkvöðlafræði verða kennd sem valgrein tvær stundir á viku hjá 8.-10. bekk í Grunnskóla Ísafjarðar, en námið hefur einstaka sérstöðu á landsvísu. Krakkarnir lenda strax í samstarfi Grunnskólans við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Nýsköpunarmiðstöð Íslands þar sem þeir fá aðgang að tækjum og tólum Fab Lab smiðjunnar til að búa til frumgerðir af eigin hugmyndum.

›› Meira

21. maí 2013

Mikil erlend eftirspurn í íslensk sumarhús

Mikil aukning hefur orðið á bókunum sumarhúsa á Íslandi meðal erlendra ferðamanna. Sprotafyrirtækið Búngaló er eitt af þeim fyrirtækjum sem nýtur góðs af því og á mögulega stóran þátt í því að koma á skilvirku viðskiptasambandi milli sumarhúsaeigenda og erlendra ferðamanna.

›› Meira

17. maí 2013

Viltu ná auknum árangri?

Nýsköpunarmiðstöð Íslands býður öllum áhugasömum að taka þátt í vinnustofu um hugmyndir að vörum eða þjónustu og vöruþróun allt til markaðshæfra afurða. Í vinnustofunni verður fjallað um vöruhugmyndir, hvernig má afla þeirra og bent verður á leiðir til að vinna skipulega úr þeim og nýta þær til í ný verkefni eða til að bæta núverandi rekstur.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu