Fréttir / Júlí / 2013

22. júlí 2013

Ævintýraferð með Sögu og Jökli

Á níu stöðum á Vesturlandi er að finna þau Sögu og Jökul. Saga er níu ára stelpa sem elskar að ferðast með foreldrum sínum. Eitt sinn á ferðalagi hittir hún álfastrákinn Jökul, sem stundum birtist óvænt og stundum þarf Saga að bíða eftir honum lengi.

›› Meira

15. júlí 2013

Sumaropnun - lágmarksafgreiðsla í 2 vikur

Nú er sumarið komið hjá starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Vegna sumarleyfa verður önnur af tveimur afgreiðslum hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í Reykjavík lokuð frá og með 15. júlí til 6. ágúst.

›› Meira

10. júlí 2013

70,2 milljarðar evra í Horizon 2020

Eftir níu þríeykisfundi framkvæmdanefndar Evrópusambandsins, Evrópuþingsins og ráðherraráðsins komust þessir aðilar á fundi 25. júní að samkomulagi um 70.2 milljarða €  fyrir Horizon 2020 rammaáætlunina um rannsóknir þróun og nýsköpun, árin 2014 - 2020. Upphaflega tillaga framkvæmdanefndarinnar var 80 milljarðar €.

›› Meira

09. júlí 2013

Startup Iceland 2013 - upptaka nú aðgengileg

Á ráðstefnunni Startup Iceland sem haldin var í Hörpunni þriðjudaginn 4. júní síðastliðinn var fjallað um sjálfbæra nýsköpun og hugmyndir um uppbyggingu Íslands til framtíðar. Það var meðal annars rætt um hversu þýðingarmiklir og mikilvægir íslenskir frumkvöðlar eru fyrir íslenskt atvinnulíf og frumkvöðlar og reynslumiklir aðilar sem tekið hafa virkan þátt í nýsköpunar- og sprotaumhverfinu hér heima og erlendis fengnir til að deila reynslusögum og veita góð og uppbyggjandi ráð.

›› Meira

08. júlí 2013

Hraðari vöxtur sprotafyrirtækja - styrkir

Norræna Nýsköpunarmiðstöðin, í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og systurstofnanir á Norðurlöndum, auglýsir styrki til þróunarverkefna sem miða að því að auka aðgengi norrænna sprotafyrirtækja að stuðningi til fjármögnunar, viðskiptaþróunar og markaðssóknar.

›› Meira

02. júlí 2013

Kvikna setur á markað heilalínurit fyrir taugalækna

Í október 2008 sáu fjórir einstaklingar mikla möguleika þegar aðrir sáu fram á langvarandi samdrátt og efnahagsvandamál. Þeir stofnuðu hátækni hugbúnaðarfyrirtækið Kvikna og hafa á síðustu árum verið að þróa bæði eigin lausnir og lausnir sem fyrirtæki hafa sérstaklega beðið um með ákveðin verkefni í huga.

›› Meira

02. júlí 2013

Lumenox gefur út 140 milljón króna listaverk

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Lumenox er komið langt á leið með að gefa út tölvuleik í fullri stærð sem er listaverki líkastur. Leikurinn heitir Aaru's Awakening og er svokallaður 2D platformer. Lumenox er eitt þeirra fyrirtækja sem staðsett er í frumkvöðlasetrinu Kveikjunni í Hafnarfirði sem rekið er af Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ og Garðabæ.

›› Meira

01. júlí 2013

Hönnunarmars 2013 - upptökur komnar á netið

HönnunarMars fór fram í fimmta skiptið, dagana 14. - 17. mars 2013. HönnunarMarsinn spannaði að venju vítt svið og sýndu helstu hönnuðir þjóðarinnar sem og nýútskrifaðir hönnuðir hvað í þeim býr.  HönnunarMars 2013 hófst eins og áður með spennandi fyrirlestradegi á fimmtudeginum 14. mars þar sem framúrskarandi erlendir hönnuðir og arkitektar veittu innblástur með þekkingu sinni og reynslu.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu