Fréttir / September / 2013

30. september 2013

Framtíðarsýnin er fyrirtækjastofnun

Fáar hendur fóru á loft þegar yfir eitt hundrað háskólanemar voru beðnir um að gefa sig fram sem stefndu að því að klára námið, ráða sig í vinnu hjá stórfyrirtæki og sitja þar helst fram á eftirlaunaaldur.

›› Meira

30. september 2013

"Galdratækin" í Fab Lab vinsæl á Vísindavöku

Það var heldur betur líf og fjör í bás Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Vísindavöku Rannís í Háskólabíói síðastliðinn föstudag þegar fjölda gesta á öllum aldri dreif að og lék forvitni á að kynna sér öll „undratækin“ sem  Fab Lab smiðjur búa yfir og hvað hægt væri að „galdra“ fram í slíkum smiðjum.

›› Meira

26. september 2013

Ráðherra heimsótti frumkvöðla í KÍM Medical Park

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, heimsótti í vikunni frumkvöðlasetrið KÍM Medical Park og fræddist meðal annars um starfsemi frumkvöðlafyrirtækja, sem þar eru til húsa. KÍM er eitt fjögurra frumkvöðlasetra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem rekið er í samstarfi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, velferðaráðuneyti og Arion banka.

›› Meira

26. september 2013

Nýsköpunarsamfélagið Siglufjörður

Óhætt er að segja að Siglfirðingar hafi komið með áhugaverðar lausnir á ýmsum áskorunum sem mörg íslensk bæjarfélög standa frammi fyrir í dag. Fjölmörg þróunarverkefni eru í gangi á Siglufirði sem unnið hefur verið að á liðnum árum og eru þau að skila sér í verðmætum og atvinnutækifærum í þessu norðlenska nýsköpunarsamfélagi.

›› Meira

25. september 2013

Íslenskur tölvuleikur í helstu tölvuleikjanetmiðlum heims

„Við getum ekki annað en verið í skýjunum yfir þeim góðu viðtökum, sem tölvuleikurinn okkar fékk á PAX Prime,“ segir Burkni J. Óskarsson, framkvæmdastjóri frumkvöðlafyrirtækisins Lumenox ehf., sem staðsett er á frumkvöðlasetrinu Kveikjunni í Hafnarfirði, setri sem rekið er af Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ og Garðabæ.

›› Meira

23. september 2013

Vöruþróun - umbreyting starfandi fyrirtækja

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og DOKKAN munu nú á haustmánuðum halda fjóra fundi um vöruþróun og umbreytingu starfandi fyrirtækja. Markmiðið með fundunum er að deila reynslu og sögum af vel heppnuðum aðgerðum og breytingum á sviði vöruþróunar og hvetja þannig fleiri starfandi fyrirtæki til markvissra framkvæmda á þessu sviði.

›› Meira

23. september 2013

Stafræn smiðja á Vísindavökunni 2013

Vísindavaka Rannís verður haldin föstudaginn 27. september frá kl. 17-22 í Háskólabíói. Við hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands höfum tekið virkan þátt í vökunni síðustu árin og í ár verður engin breyting á.

›› Meira

23. september 2013

Kine kynnir nýjan hreyfinema á MEDICA 2013

Íslenska fyrirtækið Kine ehf hefur á síðustu árum þróað þráðlausa vöðvarita og hugbúnað til hreyfigreiningar. Fyrirtækið selur vörur sínar víða um heim og hefur þar á meðal skipt við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna.

›› Meira

19. september 2013

JCI á Íslandi leitar að skapandi ungum frumkvöðlum

JCI leitar að ungum og skapandi einstaklingum einstaklingum sem staðið hafa að markverðum og jákvæðum breytingum í í samfélaginu, þróað og markaðssett nýja vöru eða þjónustu fyrir fyrirtæki eða frá grunni þar sem hugsunin um samfélagslega ábyrgð er höfð að leiðarljósi frá upphafi.

›› Meira

19. september 2013

Framleiðsla á Norður Salti við það að hefjast

Dansk-íslenska fyrirtækið Norður & Co bauð íbúum Reykhólahrepps og öðrum aðstandendum í opnunarhóf saltvinnslu fyrirtækisins við Reykhólahöfn síðastliðinn þriðjudag, þar sem meðal annars var boðið til matar og fyrsta framleiðsluvaran Norður Salt, flögusalt fyrir matgæðinga, kynnt.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu