Fréttir / Nóvember / 2013

29. nóvember 2013

Cooori vinnur verðlaun á Japan Night

Íslenska sprotafyrirtækið Cooori sigraði nýlega í úrslitum frumkvöðlakeppninnar Japan Night, en áður hafði fyrirtækið endaði í þriðja sæti í undankeppni sem fram fór í Tókýó í Japan. Sex fyrirtæki tóku þátt í úrslitunum, en alls voru 15 fyrirtæki í forkeppninni.

›› Meira

29. nóvember 2013

Opið kall KreaNord - stuðningur við skapandi greinar

KreaNord styrkurinn hefur það að markmiði að styðja við þróun menningar og skapandi atvinnugreina á Norðurlöndunum. Þetta er í annað árið í röð sem styrkurinn er veittur og verður opnað fyrir umsóknir 2. desember 2013. Styrkir eru veittir til að auka samkeppnishæfni norrænna verkefna innan skapandi greina á alþjóðlegum vettvangi og veita ný viðskiptatækifæri fyrir skapandi atvinnugreinar á Norðurlöndum.

›› Meira

28. nóvember 2013

Vöxtur fyrirtækja og frumkvöðla kallar á rétt umhverfi

„Við Íslendingar stöndum frammi fyrir fjölmörgum áskorunum, en erum líka mjög lánsöm. Vegna starfa minna er ég mikið á ferðinni erlendis, en alltaf þegar ég kem heim, sé ég hvað við eigum efnilega og flotta sprota og vaxtarfyrirtæki, sem svo sannarlega eiga möguleika á því að vaxa og dafna svo fremi sem þeim er búið umhverfi, sem byggir á stöðugleika, aðgengi að menntuðu fólki og fjármagni,“ sagði Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentor og stjórnarformaður Íslandsstofu við setningu málstofa, sem fram fóru á Grand Hótel Reykjavík í dag, fimmtudaginn 28. nóvember og voru haldnar í tilefni af SME Week, Evrópsku fyrirtækjavikunni.

›› Meira

27. nóvember 2013

Þekkingin beisluð - einstök bók um nýsköpun á Íslandi

Í undirbúningi hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi er útgáfa á ritinu Þekkingin beisluð – nýsköpun og frumkvæði sem varpar ljósi á nokkur dæmi um þróun nýsköpunar á Íslandi undanfarna þrjá áratugi. Bókin er gefin út í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands í tilefni af sextíu ára afmæli Þorsteins Inga Sigfússonar, prófessors og forstjóra.

›› Meira

18. nóvember 2013

Hagkvæmar tæknilausnir fyrir vistvænar byggingar

Áhugaverður fundur um hagkvæmar tæknilausnir fyrir vistvænar byggingar verður haldinn miðvikudaginn 20. nóvember frá kl. 10 - 12 á Hilton Reykjavík Nordica. Í hópi fyrirlesara verða Hilmar Ingi Jónsson hjá Remake Electric sem fjallar um þær tæknilausnir sem í boði eru, Björn Guðbrandsson hjá Arkís sem fjallar um bætta heilsu og betri rekstur í vistvænum byggingum, Guðrún Jónsdóttir hjá EFLU sem tekur fyrir áhrif góðrar hljóðvistar og Sigurgeir Þórarinsson hjá Mannvit sem fjallar um vistvæna þróun pípulagna og loftræstinga.

›› Meira

18. nóvember 2013

Evrópusamvinna í 20 ár - uppskeruhátíð

Nú líður senn að því að nýjum Evrópuáætlunum verði ýtt úr vör hér á Íslandi en tvöfaldur viðburður verður haldinn af því tilefni næstkomandi föstudag auk smærri kynningarfunda fimmtudaginn 21. nóvember.

›› Meira

15. nóvember 2013

SME Week 2013 - Viltu vaxa?

Undanfarin fjögur ár hefur ein vika á ári verið helguð nýsköpunarfyrirtækjum og frumkvöðlum í Evrópu undir yfirskriftinni SME Week eða Evrópska fyrirtækjavikan. Hópur aðila úr stoðkerfinu hefur á þessum árum blásið í lúðra og haldið sameiginlegan viðburð fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi.

›› Meira

14. nóvember 2013

Eurostars ýtt úr vör á ný

Ný Eurostars áætlun, Eurostars-2, hefur nú litið dagsins ljós og nær sú áætlun yfir tímabilið 2014-2020.  Endurræsing á fyrri áætlun, sem fyrst var sett af stað 2007 og náði til áranna 2007 – 2013, fór fram í Brussel undir styrkri forystu Norðmanna sem eru í Eurekaforsætinu frá vori 2013 til vors 2014. Eurostars er eina evrópska áætlunin sem er sérsniðin að þörfum smárra og meðalstórra fyrirtækja (SMF), þar sem þau þróa hátækni vörur og þjónustu sem eru við það að komast á markað.

›› Meira

08. nóvember 2013

Nítján nýsköpunarverkefni fá 15 milljónir

Landsbankinn hefur úthlutað 15 milljónum króna í nýsköpunarstyrki til nítján verkefna úr Samfélagssjóði Landsbankans. Nýsköpunarstyrkjum bankans er ætlað að styðja við frumkvöðla til að þróa nýjar viðskiptahugmyndir, nýta eldri viðskiptahugmynd á nýju markaðssvæði eða skapa nýja vöru.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu