Fréttir / Desember / 2013

24. desember 2013

KrónuApp og jarðskjálftar

Við kynnum til sögunnar Elvar Örn Þormar og teymið á bak við Reon Tech, frumkvöðla nr. 24 í jóladagatalinu 2013. ReonTech er hugbúnaðar- og verkfræðifyrirtæki sem var stofnað í byrjun árs 2011 í kringum einkaleyfisumsókn á vélbúnaði.

›› Meira

23. desember 2013

Hátíðni myndavélar og heilalínurit

Við kynnum til sögunnar Garðar Þorvarðsson, framkvæmdastjóra og frumkvöðul nr. 23 í jóladagatalinu 2013. Kvikna ehf er hátækni hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í hugbúnaðargerð þar sem krafist er mikillar tækni- og raunþekkingar.

›› Meira

22. desember 2013

Þrívíddartækið Kúla Deeper

Við kynnum til sögunnar Írisi Ólafsdóttur, frumkvöðul nr. 22 í jóladagatalinu 2013. Íris er eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Kúla Inventions Ltd. sem  staðsett er í Kvosinni, frumkvöðlasetri Nýsköpunarmiðstöðvar Lækjargötu 12. Kúla hefur þróað lausn fyrir þá sem langar til að taka þrívíddarmyndir með SLR myndavélinni sinni í stað þess að fjárfesta í þrívíddarmyndavél.

›› Meira

22. desember 2013

Drifkrafturinn felst í bættu lífi Misfætlinga

„Það má segja að viðskiptahugmyndin hafi kviknað fyrir rúmu ári síðan þar sem ég sat heima eitt þriðjudagskvöld og var að búa til fésbókarhóp, sem átti fyrst og fremst að hjálpa mér að finna spegilmynd mína í fótum,“ segir Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, sem sjálf er með misstórar fætur.

›› Meira

21. desember 2013

Hópferðabíll fyrir íslenskar aðstæður

Við kynnum til sögunnar Ara, frumkvöðul nr. 21 í jóladagatalinu 2013. Fyrirtækið Jakar hefur á síðustu árum unnið að þróun á ferðabíl sem sérsniðinn er fyrir íslenskar aðstæður. Fjöldi bíla er í boði í íslenskri ferðaþjónustu í dag en fáir bílar henta til keyrslu og ferðalaga um afskekktari hluta landsins.

›› Meira

20. desember 2013

Jólalokun - lágmarksafgreiðsla

Nú eru jólin komin hjá starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands líkt og hjá mörgum landsmönnum. Frá og með 23. desember - 2. janúar verða starfsstöðvar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um land allt lokaðar.

›› Meira

20. desember 2013

33,5 milljónir til verkefna í ferðaþjónustu

Nítján verkefni fengu í gær úthlutað samtals 33,5 milljónum króna úr Þróunarsjóði ferðamála. Að honum standa Landsbankinn og atvinnuvegaráðuneytið. Sjóðurinn var stofnaður í tengslum við verkefnið Ísland allt árið og er markmiðið með starfrækslu hans að efla starfsemi fyrirtækja í ferðaþjónustu utan háannatíma og auka arðsemi þeirra.

›› Meira

20. desember 2013

Klæðskerasniðnar ferðir að þörfum hvers og eins

Við kynnum til sögunnar Jón Gunnar Benjamínsson, framkvæmdastjóra og frumkvöðul nr. 20 í jóladagatalinu 2013. Iceland Unlimited Travel Service hlaut starfsleyfi sem ferðaskrifstofa frá Ferðamálastofu Íslands í ágúst 2010. Fyrirtækið býður upp á svokallaðar self-drive ferðir um Ísland auk þess sem í boði eru ferðir til þriggja áfangastaða á Grænlandi í samstarfi við Flugfélag Íslands og Grænlenska ferðaþjónustuaðila.

›› Meira

19. desember 2013

Hönnun og hugmyndir úr íslenskri náttúru

Við kynnum til sögunnar Lindu Björgu Árnadóttur og teymið á bak við Scintilla, frumkvöðla nr. 19 í jóladagatalinu 2013. Scintilla er íslenskt hönnunarfyrirtæki stofnað af fatahönnuðinum Lindu Björg Árnadóttur árið 2010 og er ásamt fleiri fyrirtækjum staðsett í frumkvöðlasetrinu Kvosinni í Lækjargötu.

›› Meira

18. desember 2013

Startup Energy Reykjavík

Á félagsfundi Íslenska jarðvarmaklasans (Iceland Geothermal) í gær var tilkynnt um stofnun nýrrar viðskiptasmiðju fyrir verkefni og fyrirtæki í orkutengdum iðnaði og þjónustu, Startup Energy Reykjavík (SER).

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu