Hönnun og hugmyndir úr íslenskri náttúru

Við kynnum til sögunnar Lindu Björgu Árnadóttur og teymið á bak við Scintilla, frumkvöðla nr. 19 í jóladagatalinu 2013.

Scintilla er íslenskt hönnunarfyrirtæki stofnað af fatahönnuðinum Lindu Björg Árnadóttur árið 2010 og er ásamt fleiri fyrirtækjum staðsett í frumkvöðlasetrinu Kvosinni í Lækjargötu. Í fagurfræði Scintilla er lögð áhersla á grafík, munstur og áferðir. Motíf og hugmyndir eru í mörgum tilfellum fengin úr náttúru Íslands en þeim hefur verið breytt þannig að í lokin er augljóst að þau eru manngerð og úr náttúrulegum gæðaefnum. Allar vörur Scintilla eru framleiddar í Evrópu og er áhersla lögð á markaðssetningu  á Bandaríkjamarkaði. Linda Björg Árnadóttir hefur frá árinu 1997 unnið sem freelance hönnuður fyrir high end tískufyrirtæki í Frakkandi og Ítalíu. Hún hefur unnið fyrir ýmis fyrirtæki s.s. Martine Sitbon, Anna Molinari, Byblos og Rue de Mail.

Scintilla

Hönnun á íslenskum hreinleika

Scintilla hannar heimilistextíl og aðra muni fyrir heimilið með áherslu á einstök mynstur og bjarta liti og státar þannig af vörulínu sem inniheldur m.a rúmfatnað, teppi, handklæði, púða, náttfatnað og ilmkerti sem eru til sölu í Bandaríkjunum og Evrópu.  Núna seinast hóf verslunin ABC Carpet and Home í New York borg sölu á organic handklæðum frá Scintilla en sú verslun er ein sú flottasta í borginni sem selur heimilsvörur.  Scintilla hefur auk þess sérhannað fyrir hótel og hannað ilmandi textíllínu fyrir Bláa lónið sem kom út í lok júní. Í línunni eru ilmandi handklæði, töskur og einnig kerti. Línan ber heitið: Infused by nature.  Fyrirtækið hefur hingað til hannað textílvörur en hefur fært út kvíarnar og hafið framleiðslu á vörum úr öðrum efnum. Nýjasta varan frá fyrirtækinu eru sandblásnir speglar.  Ný töskulína er einnig að koma á markaðinn fyrir jólin þannig að það er fjölmargt spennandi í gangi.

Nánari upplýsingar um fyrirtækið er að finna hér

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu