Klæðskerasniðnar ferðir að þörfum hvers og eins

Við kynnum til sögunnar Jón Gunnar Benjamínsson, framkvæmdastjóra og frumkvöðul nr. 20 í jóladagatalinu 2013.

Iceland Unlimited Travel Service hlaut starfsleyfi sem ferðaskrifstofa frá Ferðamálastofu Íslands í ágúst 2010. Fyrirtækið býður upp á svokallaðar self-drive ferðir um Ísland auk þess sem í boði eru ferðir til þriggja áfangastaða á Grænlandi í samstarfi við Flugfélag Íslands og Grænlenska ferðaþjónustuaðila. Einnig eru í boði ferðir með leiðsögn eða svokallaðar prívat ferðir auk svokallaðra Super-Jeep dagsferða. Iceland Unlimited starfar undir leyfi frá Ferðamálastofu Íslands.

Iceland unlimited

Klæðskerasniðnar ferðir

Self-drive ferðirnar eru lang stærsti hlutinn af starfsemi fyrirtækisins en Iceland Unlimited býður upp á fjölmarga kosti sem svo er hægt að klæðskerasníða að þörfum hvers og eins. Iceland Unlimited hefur á undanförnum mánuðum verið að auka vöruúrval í flokki svokallaðra Accessible Travel sem eru ferðir sem sniðnar eru að þörfum fatlaðra ferðamanna. Markmiðið er að bæta enn vöruúrvalið í þessum flokki í samstarfi við innlenda hótel og afþreyingar aðila.

Góðir dómar ferðamanna

Þegar fyrirtækið hóf starfsemi sína var starfsmannafjöldinn 1. Í dag eru 6 manns í fullu starfi og á sumrin fer fjöldinn upp í 8 manns í fullu starfi. Fyrirtækið hefur hlotið góða dóma ferðamanna á vel þekktum ferðasíðum á borð við Tripadvisor. Markmiðið er að veita viðskiptavinunum framúrskarandi og persónulega þjónustu bæði fyrir og á meðan á ferð þeirra stendur. Maðurinn á  bakvið Iceland Unlimited heitir Jón Gunnar Benjamínsson en hann hefur starfað að ferðamálum frá 2005.

Nánari upplýsingar veitir Jón Gunnar í síma: 415-0600 | netfang: info@icelandunlimited.is

 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu