Þrívíddartækið Kúla Deeper

Við kynnum til sögunnar Írisi Ólafsdóttur, frumkvöðul nr. 22 í jóladagatalinu 2013.

Íris er eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Kúla Inventions Ltd. sem  staðsett er í Kvosinni, frumkvöðlasetri Nýsköpunarmiðstöðvar Lækjargötu 12. Kúla hefur þróað lausn fyrir þá sem langar til að taka þrívíddarmyndir með SLR myndavélinni sinni í stað þess að fjárfesta í þrívíddarmyndavél. Þrívíddartæki Kúlu er sett framan á linsur SLR ljósmyndavéla svo hægt sé að taka með þeim þrívíddarmyndir. Tækið varpar hægra sjónarhorni viðfangsefnis á hægri helming myndar og öfugt. Þar með er komin ,,stereoscopic” ljósmynd.

ÍrisÓlafsdóttir

Þrívíddartækið Kúla Deeper

Þegar myndunum hefur verið hlaðið inn í tölvu getur hugbúnaður Kúlu unnið myndirnar og vistað á stöðluðu þrívíddarformi (MPO). Notandinn velur hvernig hann vill skoða myndirnar, t.d. í þrívíddarsjónvarpi, með rauð-bláum (anaglyph) gleraugum eða með þrívíddarsjá (stereoviewer).  Með vörunni fylgir þrívíddarsjá svo hægt sé að skoða myndirnar í þrívídd, beint af skjá myndavélarinnar eða tölvunnar. Fyrsta vara Kúlu er við það að fara á markað.  Þetta er í fyrsta sinn sem heildstæð lausn sem þessi lítur dagsins ljós og er lausnin fyrst og fremst hugsuð sem skemmtileg viðbót við SLR myndavélina. Tækið er hannað þannig að mjög auðvelt er að smella því framan á linsuna og því einfalt að skipta á milli þrívíddar og venjulegrar myndatöku. Útkoman er mjög flott því myndirnar hafa meiri dýpt en venjulega.

Nánar um Kúla Inventions Ltd. og nýju lausnina hér

Umfjöllun um fyrirtækið á erlendum tæknisíðum er að finna hér

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu