KrónuApp og jarðskjálftar

Við kynnum til sögunnar Elvar Örn Þormar og teymið á bak við Reon Tech, frumkvöðla nr. 24 í jóladagatalinu 2013.

ReonTech er hugbúnaðar- og verkfræðifyrirtæki sem var stofnað í byrjun árs 2011 í kringum einkaleyfisumsókn á vélbúnaði. Lifibrauð fyrirtækisins eru flóknar áskoranir og samanstendur teymið af sérfræðingum á sviði forritunar, verkfræði, stærðfræði og eðlisfræði sem vinnur að þróun á eigin vöru og fjármagnar sig með því að selja þjónustu sína. Þjónusta fyrirtækisins felst meðal annars í hugbúnaðargerð, teikniþjónustu og frumgerðasmíði sem er hægt að kynna sér nánar á heimasíðu fyrirtækisins.

ReonTech teymið

Háþróað miðasölukerfi

Í tæp 2 ár hefur ReonTech unnið að gerð öflugs miðasölukerfi í samstarfi við Strikamerki hf. Kerfið er líklega eitt háþróðasta miðasölukerfi á Íslandi og er gríðarlega öflugt. Kerfið býður upp á auðvelt viðmót til þess að selja miða á viðburði á netinu og tengist kerfið einnig beint við afgreiðslukassalausn frá Strikamerki og virkar með handtölvulausnum þeirra. Stefnt er að þvi að setja kerfið í almenna sölu á fyrstu mánuðum næsta árs.

Öryggisbúnaður fyrir sjófarendur

Undanfarin misseri hefur ReonTech unnið að gerð öryggistækis fyrir sjófarendur sem ætlað er að geti staðsett sjómenn falli þeir útbyrðis. Tækið er sérstaklega hannað fyrr Íslenskar aðstæður og á að geta þolað mikinn kulda og hnjask. Tækið virkar þannig að falli sá sem ber það útbyrðis nemur tækið sjálfkrafa að viðkomandi sé kominn í sjóinn og hefur að senda neyðarmerki. Með neyðarmerkinu eru send GPS hnit þannig að unnt sé að staðsetja sjómanninn nákvæmlega og sjá rekstefnu hans. Með þessu er vonast til að þrengja leitarsvæði til muna og auka líkur á farsælli björgun. Stefna er sett á að tækið komist á markað um mitt ár 2014

Í sumar gaf fyrirtækið einnig út í samstarfi við annað fyrirtæki, Sjógátt, öryggistæki sem er ætlað til að auðvelda eftirlit með óhöppum á sjó. Sjógátt er öryggisbúnaður sem tengt er við VHF talstöðvar og fylgist með neyðarboðum. Nemi tækið neyðarmerki, t.d. um sökkvandi skip eða að maður hafi fallið í sjóinn, sendir það frá sér smáskilaboð í síma vaktmanna í landi og lætur vita af neyðinni. Vaktmenn þurfa því ekki að vera stöðugt við talstöðina sem auðveldar þeim vinnu. yrstu tækin hafa verið seld til Færeyja þar sem þau munu vera notuð til að fylgjast með bátum sem þjónusta fiskeldiskvíar.

Verkefni af öllum toga

ReonTech hefur frá stofnun alfarið fjármagnað sig með þvi að selja þjónustu sína og taka að sér flóknar áskoranir á sviði hugbúnaðargerðar og vöruþróunar. Meðal verkefna sem fyrirtækið hefur unnið má nefna Krónu-appið sen er hugsað sem verkfæri til að auðvelda fólki innkaupin og gera þau þægilegri, skilvirkari og skipulagðari en ella. Með nýja appinu er meðal annars hægt að sjá öll tilboð Krónunnar, búa til innkaupalista, sjá vöruúrval og verðlag, fá upplýsingar um opnunartíma og staðsetningu verslana og fleira. Appið má nálgast á heimasíðu Krónunnar og í gegnum Play- og App store fyrir Android og iPhone snjallsíma.

Í hópi smáforrita sem ReonTech hefur gefið út er snjallsímaforritið Skelfir sem gerir notendum þess kleift að fylgjast með jarðhræringum á Íslandi nánast um leið og þær eiga sér stað. Fyrirtækið fylgdi eftir góðu gengi smáforritsins með vefútgáfu af forritunu sem finna má á www.skelfir.is og hefur notið mikilla vinsælda frá því hún fór í loftið sem sjá má á því að þegar jarðhræringar verða heimsækja mörg þúsund manns síðuna til að fá upplýsingar. Á vefsíðunni er hægt að skoða jarðskjálfta sem hafa átt sér stað undanfarið. Ennig er hægt að sjá stærstu jarðskjálfta sem hafa átt sér stað á Íslandi frá því mælingar hófust ásamt því sem hægt er að „like-a“ jarðskjálfta og deila þeim á facebook.

ReonTech hefur einnig verið að taka að sér verkefni á sviði vöruþróunar og aðstoðað fyrirtæki við að koma út frumgerðum af tækjum. Verkefnin snúa oft á tíðum að gerð verkfræðiteikninga sem nota má til að steypa frumgerðir eða þrívíddarprenta og hafa verkefnin verið allt frá hönnun á litlum einföldum tækjum upp í „concept“ teikningar fyrir rútu.

Nánari upplýsingar um fyrirtækið er að finna hér

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu