Fréttir / 2013

18. desember 2013

Dúkka sem hefur áhrif á líðan ungbarna og foreldra

Við kynnum til sögunnar Eyrúnu, tveggja barna móður og frumkvöðul nr. 18 í jóladagatalinu 2013. RóRó var stofnað í lok árs 2011 af Eyrúnu Eggertsdóttur, frumkvöðli og tveggja barna móður. Yfirlýst markmið fyrirtækisins er að auka vellíðan barna og umönnunaraðila þeirra.

›› Meira

17. desember 2013

Kerfislausn sem skilar bestun í rekstri

Við kynnum til sögunnar Sigurð H. Álfhildarson og TAS teymið, frumkvöðla nr. 17 í jóladagatalinu 2013. Fyrirtækið TAS (Technical Advisory Services) á sér langa sögu, allt frá árinu 1999 þegar þrír aðilar stofnuðu félag utan um alrekstur tölvukerfa fyrir einn viðskiptavin.

›› Meira

16. desember 2013

Ný hagleikssmiðja - nytjahlutir úr íslenskum leir

Þriðja hagleikssmiðjan á Íslandi, hjá Leir 7, opnaði í Stykkishólmi um síðustu helgi. Leir 7 er fyrirtæki Sigríðar Erlu Guðmundsdóttur, sem framleiðir nytjahluti og leirmuni úr íslenskum leir m.a. frá Fagradal á Skarðsströnd.

›› Meira

16. desember 2013

Breytt hugmyndafræði í málaflokki aldraðra

Við kynnum til sögunnar Hrönn og Sigríði, frumkvöðla nr. 16 í jóladagatalinu 2013. Ráðgjafafyrirtækið MeginMál ehf. hefur það að leiðarljósi að þjónusta fyrirtækisins efli þjónustu við aldrað fólk og fatlað fólk og bæti þar með lífsgæði þess.

›› Meira

15. desember 2013

Rannsóknastarf hornsteinn fyrirtækisins

Við kynnum til sögu Perlu Björk Egilsdóttur framkvæmdastjóra og teymið á bak við Saga Medica, frumkvöðla nr. 15 í jóladagatalinu 2013. SagaMedica ehf. er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem framleiðir náttúruvörur úr hvönn og markaðssetur þær hér á landi og erlendis.

›› Meira

14. desember 2013

Hagræðing í heilbrigðisþjónustu

Við kynnum til sögunnar Ólaf, framkvæmdastjóra og frumkvöðul nr. 14 í jóladagatalinu 2013. Risk Medical Solutions (RMS) er sprotafyrirtæki sprottið úr rannsóknarsamstarfi milli Háskóla Íslands, Landsspítala og atvinnulífsins.

›› Meira

13. desember 2013

Brautargengi býr til verðmæti

Hópur kvenna hefur útskrifast af námskeiðinu Brautargengi, sem rekið er innan Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, í vikunni. Alls tuttugu og ein kona útskrifaðist af Brautargengi í Reykjavík í dag, en fyrr í vikunni höfðu sex konur útskrifast af Brautargengi á Akureyri.

›› Meira

13. desember 2013

Gagarín sækir ný verkefni á erlenda grundu

Gagarín er fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun á gagnvirkum lausnum og stafrænu efni fyrir söfn og sýningar. Undanfarin þrjú ár hefur fyrirtækið snúið vörn í sókn. Á þessum tíma hefur Gagarín náð að sækja ný tækifæri á erlenda markaði og hefur velta fyrirtækisins í erlendri mynt farið úr innan við 10% í 90%.

›› Meira

13. desember 2013

Leikurinn byrjaði sem agnarsmá hugmynd

Við kynnum til sögunnar Burkna og teymið á bak við Lumenox, frumkvöðla nr. 13 í jóladagatalinu 2013. Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Lumenox er komið langt á leið með að gefa út tölvuleik í fullri stærð sem er listaverki líkastur.

›› Meira

12. desember 2013

Innanhúslausn verður að viðskiptalausn

Sprotafyrirtækið G.osk aðstoðar m.a. fyrirtæki við að koma betur til móts við starfsmenn sína með því að opna á nýja og fjölbreyttari  möguleika varðandi veitingar, vörur og þjónustu.   G.osk hefur hannað heildarviðmót sem færir þjónustu margra ótengdra aðila undir einn hatt og samþættir við innri þjónustu stofnana og/eða fyrirtækja.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu