Fréttir / 2013

11. desember 2013

Fab Lab orðið valfag á Ísafirði

FabLab á Ísafirði var opnað formlega í janúar á þessu ári. Síðan þá hefur ýmislegt verið unnið og skapað, bæði af nemendum, frumkvöðlum og almenningi. Smiðjan er rekin af Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Menntaskólann á Ísafirði, Ísafjarðarbæ og Bolungarvíkurkaupstað og hefur fjöldi nemenda úr þessum sveitarfélögum sem og úr Menntaskólanum kynnt sér möguleika smiðjunnar og nýtt í verkefnum sínum.

›› Meira

11. desember 2013

Nanótækni við lyfjagjöf

Við kynnum til sögunnar Guðrúnu Mörtu, frumkvöðul nr. 11 í jóladagatalinu 2013. Sprotafyrirtækið Oculis ehf. hefur þróað nýja augndropa sem hafa þann helsta kost að hægt er að nota dropana til að meðhöndla sjúkdóma í bakhluta augans í stað þess að sprauta lyfjum með nál í augað.

›› Meira

11. desember 2013

Brautargengi eykur hlut kvenna í rekstri fyrirtækja

Hlutfall fyrirtækja sem eru í meirihlutaeigu kvenna á Íslandi er í kringum 25%, sem er nokkuð lægra hlutfall en í nágrannalöndunum. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur allt frá árinu 1996 haldið úti námskeiðinu Brautargengi sem er ætlað konum sem luma á góðri viðskiptahugmynd eða eru að hefja rekstur.

›› Meira

10. desember 2013

Efnisveita íslenskra kvikmynda á netinu

Við kynnum til sögunnar Sunnu Guðnadóttur, frumkvöðul nr. 10 í jóladagatalinu 2013. Icelandic Cinema Online (ICO) er efnisveita á netinu þar sem hægt er að kynna sér og horfa á íslenskar kvikmyndir, hvort sem það eru kvikmyndir í fullri lengd, heimildamyndir eða stuttmyndir.

›› Meira

09. desember 2013

Þriðja hagleikssmiðjan opnar í Stykkishólmi

Þriðja hagleikssmiðjan á Íslandi er að opna í Stykkishólmi og er það leirverkstæðið Leir 7 sem stendur að henni.  Áður hafa hagleikssmiðjur, öðru nafni Économusée,  verið opnaðar í Arfleifð á Djúpavogi, sem framleiðir töskur og fylgihluti úr leðri og roði, og í Gestastofu Sútarans á Sauðárkróki, sem er sútunarverksmiðja.

›› Meira

09. desember 2013

Vörur fyrir nemendur með sértæka námserfiðleika

Við kynnum til sögunnar Kristín Elfu, frumkvöðul nr. 9 í jóladagatalinu 2013. Frumkvöðullinn Kristín Elfa Guðnadóttir er komin vel á veg með stofnun fyrirtækisins Daykeeper.  Fyrirtækið mun sérhæfa sig í vörum og þjónustu við nemendur með sértæka námserfiðleika, fólk með ADHD og einstaklinga með skipulags- og eða minnisvanda af öðrum toga.

›› Meira

08. desember 2013

Hlutlægar þrýstimælingar með nýjum mæli

Við kynnum til sögunnar Maríu Ragnarsdóttur frumkvöðul nr. 8 í jóladagatalinu 2013. Fyrirtækið MTT ehf. var stofnað til að þróa hugmynd dr. Maríu Ragnarsdóttur, sjúkraþjálfara í markaðsvöru á heilbrigðistæknisviði.

›› Meira

07. desember 2013

Sköpun tækifæra í snjallbúnaði

Við kynnum til sögunnar Steinunni Önnu Gunnlaugsdóttur, frumkvöðul nr. 7 í jóladagatalinu 2013. Locatify ehf. er hugbúnaðarfyrirtæki sem hóf starfsemi síðla árið 2009. Stofnendur höfðu lengi haft huga á að búa til GPS leiðsagnir sem segðu sögu þeirra staða sem ferðast er til en það var ekki fyrr en með fyrstu útgáfu iPhone að það varð raunhæfur möguleiki.

›› Meira

06. desember 2013

Sérhæfing í þróun og skráningu jurtalyfja

Við kynnum til sögunnar Kolbrúnu, Nínu Björk, Sesselju og fyrirtækið Herberia, frumkvöðla nr. 6 í jóladagatalinu 2013. Herberia er íslenskt lyfjafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og skráningu á jurtalyfjum fyrir Evrópumarkað.

›› Meira

05. desember 2013

Veflægur markaður fyrir sumarhús

Við kynnum til sögunnar Hauk Guðjónsson, frumkvöðul nr. 5 í jóladagatalinu 2013. Búngaló er veflægur markaður fyrir sumarhús á íslandi sem tengir saman ferðamenn og eigendur sumarhúsa. Fyrirtækið var stofnað árið 2010 og hefur síðan þá náð að verða leiðandi í útleigu sumarhúsa á Íslandi með um 300 sumarhús á skrá.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu