Fréttir / 2013

04. desember 2013

Fjármögnun lista og menningar: Hvað er til ráða?

Örráðstefna með yfirskriftinni „Fjármögnun lista og menningar: Hvað er til ráða?“ verður haldin  6. desember  næstkomandi í  húsnæði Háskólans á Bifröst, Hverfisgötu 4-6.  Það er Cultura Cura – félag lista- og menningarstjórnenda á Íslandi sem stendur fyrir ráðstefnunni í samstarfi við Háskólann á Bifröst.

›› Meira

04. desember 2013

Íslandus - alíslenskur heilsudrykkur

Við kynnum til sögunnar Sigríði Önnu frumkvöðul nr. 4 í jóladagatalinu 2013. Fyrirtækið Kruss ehf framleiðir Íslandus – alíslenskan heilsudrykk úr mysu, handtíndum berjum og villtum jurtum. Fyrirtækið var stofnað um mitt ár 2013 en hugmyndin að Íslandus mysudrykk kviknaði rúmu einu og hálfu ári fyrr á námskeiðinu Vistvæn nýsköpun matvæla sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands sá um í samvinnu við Háskóla Íslands, Listaháskólann, Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og Matís.

›› Meira

03. desember 2013

Tengslanetið nær til konungborinna

Markmið frumkvöðlanna, samstarfsmannanna og saltgerðarmannanna Garðars Stefánssonar og Danans Søren Rosenkilde, sem kynntumst sem námsmenn í Árósum í Danmörku, er að búa til besta salt í heimi í saltgerðarverksmiðju, sem hóf starfsemi á Reykhólum í september síðastliðnum.

›› Meira

03. desember 2013

Fimm fingur og fyrirburaföt

Við kynnum til sögunnar Bryndísi, frumkvöðul nr. 3 í jóladagatalinu 2013. Fimm fingur ehf var stofnað 1. júlí 2013 af Bryndísi Eddu Eðvarðsdóttur og Örvari Bjarnasyni. Fimm fingur er verslun með föt fyrir börn á aldrinum 0 – 1 árs.

›› Meira

03. desember 2013

Jóladagatal 2013 - fyrirtækin á frumkvöðlasetrunum

Gleðilega aðventu kæru vinir. Jóladagatal okkar á aðventunni verður að þessu sinni tileinkað þeim öflugu fyrirtækjum sem starfandi eru á frumkvöðlasetrum okkar. Við höfum fengið 24 fyrirtæki til liðs við okkur og komum til með að kynna eitt nýtt fyrirtæki á frumkvöðlasetri á degi hverjum alla aðventuna.

›› Meira

02. desember 2013

Íslenskar lækningajurtir Önnu Rósu

Við kynnum til sögunnar Önnu Rósu, frumkvöðul nr. 2 í jóladagatalinu 2013. Anna Rósa Róbertsdóttir lærði grasalækningar í Englandi á árunum 1988-1992 og hefur síðan þá starfað við ráðgjöf á eigin stofu ásamt því að halda fjölda námskeiða um lækningajurtir og smyrslagerð.

›› Meira

02. desember 2013

Tengslanetið - gagnagrunnur þekkingar og upplýsinga

„Nauðsynlegt er öllum frumkvöðlum að búa sér til öflugt tengslanet, sem gagnagrunn þekkingar og upplýsingaveitu. Sjálfur á ég mér öflugt tengslanet, sem ég nýti mér á degi hverjum með einum eða öðrum hætti til að auðvelda mér lífið.

›› Meira

02. desember 2013

37 umsóknir fá úthlutun úr Átakinu

Úthlutun styrkja úr verkefninu Átak til atvinnusköpunar fór fram fyrr í þessum mánuði. Alls bárust 115 umsóknir að þessu sinni og fengu 37 umsóknir úthlutað styrkjum sem námu á bilinu 350 þúsund krónum og upp í 2,1 milljón króna.

›› Meira

29. nóvember 2013

Cooori vinnur verðlaun á Japan Night

Íslenska sprotafyrirtækið Cooori sigraði nýlega í úrslitum frumkvöðlakeppninnar Japan Night, en áður hafði fyrirtækið endaði í þriðja sæti í undankeppni sem fram fór í Tókýó í Japan. Sex fyrirtæki tóku þátt í úrslitunum, en alls voru 15 fyrirtæki í forkeppninni.

›› Meira

29. nóvember 2013

Opið kall KreaNord - stuðningur við skapandi greinar

KreaNord styrkurinn hefur það að markmiði að styðja við þróun menningar og skapandi atvinnugreina á Norðurlöndunum. Þetta er í annað árið í röð sem styrkurinn er veittur og verður opnað fyrir umsóknir 2. desember 2013. Styrkir eru veittir til að auka samkeppnishæfni norrænna verkefna innan skapandi greina á alþjóðlegum vettvangi og veita ný viðskiptatækifæri fyrir skapandi atvinnugreinar á Norðurlöndum.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu