Fréttir / Febrúar / 2014

27. febrúar 2014

Gísli Einarsson er Brautryðjandinn 2014

Borgfirðingurinn, fjölmiðlamaðurinn og sjónvarpsstjarnan Gísli Einarsson hlaut í dag viðurkenninguna „Brautryðjandinn 2014“ á ársfundi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Viðurkenningin er veitt fyrir framúrskarandi atorku og hugvit á sviði verðmæta- og nýsköpunar.

›› Meira

27. febrúar 2014

Fjórða iðnbyltingin farin af stað í heiminum

Íslenskt fyrirtæki hefur nú þegar orðið til í anda fjórðu iðnbyltingarinnar, sem talin er að hafi hafist þegar Internetið fór beinlínis að geta af sér iðnframleiðslu, sagði Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, á ársfundi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica í dag undir yfirskriftinni „Atvinnubylting og umbreyting“.

›› Meira

27. febrúar 2014

Átak til atvinnusköpunar - umsóknarfrestur til 7. mars

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til kl. 12:00 föstudagsins 7. mars. Beðist er velvirðingar á hægagangi sem stafar af endurteknum bilunum á netþjóni sem hýsir umsóknarkerfið.  Átak til atvinnusköpunar auglýsir eftir umsóknum um styrki  fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja.

›› Meira

26. febrúar 2014

Nýr samningur byggir á skýrri sýn og metnaði

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar og viðskiptaráðherra og Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands gengu í dag frá árangursstjórnunarsamningi til ársins 2018 sem byggir á nýlegri stefnumörkun varðandi stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki og áherslu í rannsóknum og tækniþróun.

›› Meira

26. febrúar 2014

Klasasamstarf er mikilvægt í allri nýsköpun

„Klasasamstarf er gríðarlega mikilvægt til þess að efla þróun og nýsköpun í ferðaþjónustu, þar sem oftar en ekki koma saman lítil og meðalstór fyrirtæki með fáa starfsmenn og lítið fjármagn til þróunar.

›› Meira

26. febrúar 2014

Umhverfisvöktun mikilvæg fyrir lífríki landsins

Efnagreiningar á Nýsköpunarmiðstöð Íslands sjá um efnamælingar tengdar iðnaði og landbúnaði og mælingar tengdar umhverfisvöktun. Einnig eru stundaðar rannsóknir meðal annars á sviði snefilefnagreininga, umhverfismála og efnaferla og veitt er ráðgjöf um efnagreiningar og umhverfis- og mengunarmælingar.

›› Meira

25. febrúar 2014

Styrkir á sviði sjávarútvegs og orku

Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka auglýsir eftir umsóknum um styrki. Sjóðurinn styrkir verkefni með sérstaka áherslu á endurnýjanlega orku, sjálfbæran sjávarútveg og verndun hafsvæða. Markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar á og styrkja frumkvöðla á þessum sviðum.

›› Meira

25. febrúar 2014

Atvinnubylting og umbreyting - ársfundur 2014

Þann 27. febrúar næstkomandi heldur Nýsköpunarmiðstöð Íslands ársfund sem ber yfirskriftina „Atvinnubylting og umbreyting“. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 08:30 – 11:00 en húsið opnar með léttum morgunverði kl.

›› Meira

17. febrúar 2014

Menntadagurinn og Menntasprotinn 2014

Samtök atvinnulífsins ásamt sjö aðildarsamtökum SA efna til Menntadags atvinnulífsins mánudaginn 3. mars 2014 á Hilton Reykjavík Nordica. Menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu verður þar í kastljósinu en þetta er í fyrsta sinn sem fulltrúar ólíkra atvinnugreina halda sameiginlegan menntadag.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu