Fréttir / Apríl / 2014

28. apríl 2014

Nýr markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Tinna Jóhannsdóttir hefur verið ráðin til að gegna stöðu markaðsstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.  Hún tekur við af Árdísi Ármannsdóttur sem ráðin hefur verið sem framkvæmdastjóri Skema.   Tinna Jóhannsdóttir, nýr markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Tinna hefur áralanga reynslu af fyrirtækjarekstri, markaðsmálum og mannauðsstjórnun auk víðtækrar þekkingar á nýsköpunar- og stuðningsumhverfinu.

›› Meira

27. apríl 2014

Doktorsvörn í efnafræði

Miðvikudaginn 30. apríl ver Kristmann Gíslason, verkefnisstjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, doktorsritgerð sína í efnafræði við Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Stífar 5‘-6-læstar kirnisleifar sem merki fyrir litrófsgreiningar á kjarnsýrum / Rigid 5’,6-locked nucleosides as spectroscopic labels for nucleic acids.

›› Meira

25. apríl 2014

Gott gengi Lumenox á stærstu tölvuleikjasýningu heims

Frumkvöðlafyrirtækið Lumeox sem staðsett er á frumkvöðlasetrinu Kveikjunni í Hafnarfirði hefur átt góðu gengi að fagna að undanförnu. Starfsmenn fyrirtækisins komu nýverið heim frá Boston þar sem þeir kynntu tölvuleik sinn sem þeir hafa unnið að í rúm tvö ár.

›› Meira

23. apríl 2014

Þekkir þú einhvern framúrskarandi?

Þekkir þú ungan Íslending sem á skilið viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur? Vilt þú tilnefna þennan einstakling til verðlauna? JCI Ísland verðlaunar árlega unga Íslendinga á aldrinum 18-40 ára sem eru að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni og ná undraverðum árangri.

›› Meira

10. apríl 2014

Meniga hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands 2014

Fyrirtækið Meniga hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2014 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í morgun, en Meniga er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem er markaðsleiðandi í Evrópu á sviði heimilisfjármálahugbúnaðar, með sautján viðskiptavini í fjórtán löndum.

›› Meira

08. apríl 2014

Nýsköpunarþing og Nýsköpunarverðlaun 2014

Nýsköpunarþing Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Íslandsstofu og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins verður haldið fimmtudaginn 10. apríl á Grand hótel Reykjavík. Á þinginu verða flutt erindi undir yfirskriftinni vaxtarferli fyrirtækja þar sem Kolbrún Eydís Ottósdóttir, gæða- og reglugerðarstjóri Nox Medical stígur meðal annars á svið ásamt Petri Rouvinen sem vinnur sem rannsóknarstjóri hjá ETLA (The Research Institute of the Finnish Economy).

›› Meira

03. apríl 2014

Fab Lab nemendur hanna V-Hleðslu

Verðlaun í Snilldarlausnum Marels 2014 voru afhent í síðustu viku.  Verkefni keppninnar í ár var að auka virði flösku og þurftu þátttakendur að finna út hvernig mætti gera það.  Engar sérstakar takmarkanir voru settar enda markmið keppninnar að leyfa hugmyndafluginu að ráða för.

›› Meira

01. apríl 2014

Umsóknarfrestur - Svanni 2014

Umsóknarfrestur um lánatryggingar í Svanna - lánatryggingasjóð kvenna rennur út þann 10.apríl næstkomandi og verður lokað fyrir umsóknarkerfið kl. 17.00. Svanni veitir lán með ábyrgð til fyrirtækja í eigu konu/kvenna en sjóðurinn er í samstarfi við Landsbankann, sem veitir lánin.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu