Fréttir / Júní / 2014

27. júní 2014

Upphafsfundur samstarfs um íslenskan heilbrigðisklasa

Fimmtudaginn 19. júní var haldinn formlegur upphafsfundur samstarfs um íslenskan heilbrigðisklasa í húsnæði Íslandsbanka á Kirkjusandi. Á fundinn mættu fulltrúar heilbrigðistækni fyrirtækja, fyrirtækja og stofnana í heilbrigðisþjónustu, sprotafyrirtækja í heilbriðigðisstarfsemi, stjórnvalda, háskóla, félagasamtaka, fjármálafyrirtækja og endurskoðunarfyrirtækja.

›› Meira

23. júní 2014

Ráðstefna Norræns samstarfsvettvangs um vistferilsgreiningar

Norrænn samstarfsvettvangur um vistferilsgreiningar (NorLCA) var stofnaður árið 2004 með stuðningi frá Norrænu ráðherranefndinni. Markmiðið var að skapa þverfaglegan vettvang fyrir umræðu og miðlun þekkingar á vistferilshugsun meðal fræðimanna, atvinnulífsins og hins opinbera.

›› Meira

21. júní 2014

Opið fyrir umsóknir í Eurostars-2

Opið er fyrir umsóknir í Eurostars-2 en næsti skilafrestur er 11. september 2014. Eurostars er áætlun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í Evrópu sem vinna sjálf að rannsóknum og þróun.Eurostars verkefni eru rannsóknar- og þróunarverkefni sem geta verið á hvaða tæknisviði sem er og eiga þau að vera til almenningsnota.

›› Meira

20. júní 2014

Þekkingin beisluð - nýsköpunarbók, komin úr prentun

Þekkingin beisluð - nýsköpunarbók er afmælisrit til heiðurs Þorsteini Inga Sigfússyni, prófessor og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, í tilefni af sextugsafmæli hans þann 4. júní sl. Í afmælisritinu er að finna þrjátíu og tvær greinar eftir fræðimenn, frumkvöðla og fagaðila um málefni sem rekja má beint til nýsköpunar og í mörgum tilfellum beint til Þorsteins Inga og hans starfa.

›› Meira

19. júní 2014

Þetta vorið útskrifuðust 11 Brautargengiskonur í Reykjavík

Þetta vorið útskrifuðust 11 Brautargengiskonur í Reykjavík, en útskriftin fór fram í föstudaginn 13. júní og var fagnað af því tilefni. Þær hafa síðan um áramót unnið hver að sinni viðskiptahugmynd og mótað sér og sínum verðandi fyrirtækjum stefnu til framtíðar.

›› Meira

10. júní 2014

48 verkefni fá úthlutun úr Átakinu

Úthlutun styrkja úr verkefninu Átak til atvinnusköpunar hefur farið fram. Alls bárust 237 umsóknir að þessu sinni og fengu 48 umsóknir úthlutað styrkjum sem námu á bilinu 300 þúsund krónum og upp í 3 milljón króna.

›› Meira

06. júní 2014

Upptaka af erindum Lean Ísland 2014

Ráðstefnan Lean Ísland 2014 var haldin 21. maí sl. á Hilton með mjög góðum árangri og þátttöku. Nýsköpunarmiðstöð Íslands sá um að taka ákveðin erindi ráðstefnunnar upp.  Upptökur af erindum er að finna hér Lean Ísland er fyrir alla þá sem vilja ná meiri árangri í sínum fyrirtækjum og stofnunum.

›› Meira

03. júní 2014

Námskeiðið Orkubóndinn 2 frestast til haustsins

Orkubóndinn 2 er námskeið sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Orkusetur Orkustofnunar og tvö frumkvöðlafyrirtæki, stendur fyrir og er ætlað einstaklingum, fyrirtækjum, landeigendum og bændum sem vilja virkja bæjarlækinn í smáum en hagkvæmum stíl.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu