Fréttir / Júlí / 2014

24. júlí 2014

Athygli vakin á nýsköpunarbókinni, Þekkingin beisluð

Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður og rithöfundur, skrifaði greinarkorn í Morgunblaðið í dag þar sem hann vekur athygli á nýútkominni afmælisbók tileinkaðri Þorsteini Inga Sigfússyni, prófessor og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, um nýsköpun á Íslandi en bókin ber heitið Þekkingin beisluð - nýsköpunarbók.

›› Meira

16. júlí 2014

Vindurinn sem aflgjafi

Vindorka er nýtt orkusvið hjá Landsvirkjun og nýlega voru kynnt áform Landsvirkjunar um að virkja vindorku á Hafinu við Búrfell en þar hefur farið fram mat á umhverfisáhrifum fyrir vindorkugarð. Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands og mikill áhugamaður um beislun eðlisfræði til tækninota.

›› Meira

11. júlí 2014

Forstjóri flytur ræðu á heimsþingi FabLab

Fab Lab (Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Nýsköpunarmiðstöð Íslands rekur fjórar FabLab smiðjur sem gefa ungum sem öldnum, einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni.

›› Meira

10. júlí 2014

Hámarka þungunarlíkur ófrjórra með smáforriti

„Þetta er rússíbani tilfinningalega, miklar sveiflur milli vonar og vonleysis,“ segir Gyða Eyjólfsdóttir, sálfræðingur en hún hefur sérhæft sig í að aðstoða pör sem kljást við ófrjósemi. Hún ásamt Berglindi Ósk Birgisdóttur, hjúkrunarfræðingi, hefur hannað smáforritið IVF Coaching í Android síma sem kemur til með að hjálpa pörum um allan heim í gegnum glasameðferðir, með jafna áherslu á líffræðilegu hliðina og hina andlegu.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu