Fréttir / Ágúst / 2014

26. ágúst 2014

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og SORPA þróa háorkurafpúlsa sem formeðhöndlun fyrir metanframleiðslu

Íslendingar hafa nokkra sérstöðu í framleiðslu og nýtingu á lífrænu metani því Ísland er eina Evrópulandið þar sem metangas er notað beint af urðunarstað sem eldsneyti á ökutæki. Þess má geta að með nýrri gas-og jarðgerðarstöð sem SORPA áformar að reisa í Álfsnesi á næstu misserum mun framleiðsla á lífrænu metani úr úrgangi tvöfaldast hér á landi.

›› Meira

14. ágúst 2014

Mikil ánægja með Steinsteypuvikuna

Í gær var Steinsteypuvikan 2014 sett í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Steinsteypuvikan samanstendur af þremur ráðstefnum skipulögðum af Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samvinnu við Háskólann í Reykjavík og norræn steinsteypu- og flotfræðifélög.

›› Meira

12. ágúst 2014

Kynningarfundur um Eurostars 2 fimmtudaginn 21. ágúst

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís bjóða til opins kynningarfundar um Eurostars-2, möguleika á fjármögnun verkefna sprotafyrirtækja sem stunda sjálf rannsóknir og þróun. Einnig verður sagt frá þjónustu „Enterprise Europe Network“ við sprotafyrirtæki.

›› Meira

08. ágúst 2014

Alþjóðleg steinsteypuvika dagana 11.-15. ágúst

Dagana 11. – 15. ágúst stendur Nýsköpunarmiðstöð Íslands fyrir alþjóðlegri steinsteypuviku í Reykjavík. Námskeið verða haldin fyrstu tvo daga vikunnar og frá miðvikudegi til föstudegs verða haldnar þrjár ráðstefnur á sama tíma í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu