Námstyrkir bandaríska sendiráðsins í Fab Academy

Fab Academy er alþjóðlegt nám um stafræna hönnun, þróun og framleiðslutækni sem leitt er áfram af prófessor Neil Gershenfeld hjá MIT háskólanum í Boston .  Námið er staðbundið í Fab Lab smiðjum víðsvegar um heiminn og verður í boði hér á Íslandi við þær Fab Lab smiðjur sem starfræktar eru á landinu ( í Reykjavík, Vestmannaeyjum, Ísafirði, Sauðárkróki og Fjarðabyggð og svo bætist Höfn í Hornafirði við árið 2016). Nánari upplýsingar má finna hér  

Fab Academy

Markmið

Markmið námsstyrkjanna er að stuðla að eflingu verk- og tæknimenntunar á Íslandi og aukinni þekkingu kennara og leiðbeinenda á stafrænni hönnun, vöruþróun og framleiðslutækni.   

Hverjir geta sótt um ?

Námsstyrkirnir eru ætlaðir kennurum, leiðbeinendum í skólakerfinu sem og öðrum sem hafa áhuga á að miðla þekkingu á stafrænni hönnun og framleiðslutækni í sínu starfi á Íslandi.

Hvað er styrkt ?

Bandaríska sendiráðið í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun veita námsstyrki til allt að 12 kennara og leiðbeinenda í íslenska skólakerfinu (í grunn-, framhalds-  og háskólum ásamt framhaldsfræðslustofnunum) . Námsstyrkurinn er 2.500 USD  eða sem nemur 50% af skólagjöldum Fab Academy.

Umsóknir og fylgigögn

● Umsóknum skal skilað inn á netfangið frosti@nmi.is 

● Náms- og starfsferilsskrá skal fylgja umsókn þar sem tilgreind er sérstaklega reynsla af hönnun og vöruþróun m.a. í Fab Lab smiðjum.

● Kynningarbréf (hámark 500 orð) þar sem fram koma ástæður umsóknar og hvernig umsækjandi hyggst miðla þekkingunni áfram að námi loknu.

● Meðmælendabréf frá vinnuveitanda eða kennara ef umsækjandi er í námi.

● Staðfesting á að sótt hafi verið um á  http://www.fabacademy.org/application-form/

Forgangsröðun umsókna 

● Hvernig viðkomandi mun miðla þekkingunni áfram til fleiri aðila

● Reynsla af stafrænni hönnun, vinnu og kennslu í Fab Lab

● Reynsla af kennslu og verkefnavinnu í list og verkgreinum

Greiðsla á styrk og endurkrafa

Styrkurinn er greiddur út byggt á samþykktri umsókn og greiðslu styrkþega á hluta námsgjalda. 

Ef umsækjandi lýkur ekki námi í Fab Academy þá mun styrkveitandi krefjast endurgreiðslu.

 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu