Bein útsending frá Einstök íslensk upplifun

Undanfarin ár hefur fjölbreytt stuðningsefni verið unnið með það að markmiði að styðja við vöruþróun og markaðssetningu í ferðaþjónustu á Íslandi. Ferðaþjónustan er ört stækkandi atvinnugrein og fjöldi þeirra sem starfa í ferðaþjónustutengdum störfum hefur margfaldast undanfarin ár. Ferðamönnunum sem sækja landið heim hefur einnig fjölgað gríðarlega en hvað getum við gert til auka upplifun þeirra sem sækja landið okkar heim? 

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Íslandsstofa bjóða til morgunverðarfundar þar sem ætlunin er að varpa ljósi á það stuðningsefni sem þeir sem starfa í ferðaþjónustutengdum störfum geta nýtt sér en einnig verður nýtt stuðningsefni kynnt á fundinum. 

Hægt er að horfa á beina útsendingu frá morgunverðarfundinum hér en útsending hefst klukkan 08:30 og stendur til klukkan 11:00. 

Morgunverðarfundur_Einstök íslensk upplifun

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu