Dúkkan Lúlla leitar hópfjármögnunar

Frumkvöðlafyrirtækið RóRó leitar hópfjármögnunar til þess að geta lokið við framleiðslu á fyrstu vöru sinni, dúkkunni Lúllu. Lúlla hefur verið í þróun í 3 ár eða frá því að fyrirtækið vann frumkvöðlakeppnina Gulleggið árið 2011. Hópfjármögnunin hófst þann 3. nóvember og lýkur þann 5. desember og hefur RóRó nú náð 88% af fjármögnuninni. 

RóRó dúkkan_1

Lúllu dúkkunni er ætlað að líkja eftir jákvæðum áhrifum nærveru með hjartsláttar og öndunarhljóðum. Hugmyndin er byggð á rannsóknum sem hafa leitt í ljós að frá náttúrunnar hendi þá stilla ung börn sig inn í þessi hljóð og ná þannig sjálf betri takti. Það síðan stuðlar að bættum svefni, aukinni vellíðan og öryggiskennd. 

RóRó dúkkan_3

Í tilefni upphafs ævintýri RóRó og Lúllu á hópfjármögnunarsíðunni Indiegogo var haldin kynning á Lúllu og kynningarmyndband herferðarinnar frumsýnt í Setri skapandi Greina við Hlemm og má sjá kynningarmyndbandið hér.

Enn er hægt að leggja RóRó lið í hópfjármögnun sinni og tryggja sér eintak af Lúllu á vefsíðu hópfjármögnunarinnar.

Nánari upplýsingar um dúkkuna Lúllu má finna á heimasíðu RóRó, www.roro.is

 

 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu