Kynningarfundur um nýsköpun í Fjallabyggð

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Fjallabyggð bjóða til kynningarfundar um nýsköpun í Fjallabyggð í Menningarhúsinu Tjarnarborg, kl. 17:00 fimmtudaginn 4. desember. 

Á fundinum ætlar Valur Hilmarsson, formaður atvinnumálanefndar Fjallabyggðar að bjóða gesti velkomna og í framhaldinu verður kynning á starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og verkefninu Ræsing í Fjallabyggð sem áætlað er að fari af stað á nýju ári. Með fundinum er ætlunin að varpa ljósi á það hvernig virkja megi hugann, fanga hugmyndir og losna úr viðjum vanans og efla sköpunarhæfnina sem býr innra með okkur öllum.

Sigurður Steingrímsson, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun hvetja íbúa Fjallabyggðar til dáða og heitt verður á könnunni. Allir sem áhuga hafa á nýjungum í atvinnulífi Fjallabyggðar eru hvattir til að mæta á fundinn sem Fjallabyggð og Nýsköpunarmiðstöð Íslands standa að í sameiningu. 

Nýsköpun í Fjallabyggð

 

 

 

 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu