Fréttir / 2014

19. september 2014

Virt verðlaun veitt Ólafi Wallevik

Fyrir skemmstu var haldin alþjóðleg steinsteypuvika hér á landi. Auk ýmissa smærri viðburða samanstóð steinsteypuvikan af þremur ráðstefnum, sem voru skipulagðar af Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samvinnu við Háskólann í Reykjavík, svo og norræn steinsteypu- og flotfræðifélög.

›› Meira

16. september 2014

Styrkir til klasaverkefna - opið fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í BSR Innovation Express, evrópska nálgun sem stuðlar að alþjóðavæðingu lítilla og meðalstórra fyrirtækja í gegnum klasaverkefni. Opinberir aðilar frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Litháen, Noregi og Svíþjóð fjármagna kallið í þeim tilgangi að hvetja til aukins millilandasamstarfs lítilla og meðalstórra fyrirtækja í gegnum klasaverkefni.

›› Meira

10. september 2014

Opið fyrir umsóknir í Átak til atvinnusköpunar

Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

›› Meira

03. september 2014

Ísland færist upp um eitt sæti á listanum um samkeppnishæfni þjóða

Í nýrri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) sem birt var í dag kemur fram að Ísland færist upp um eitt sæti á milli ára í mælingum ráðsins á samkeppnishæfni þjóða. Mælingar á samkeppnishæfni þjóða byggja á opinberum upplýsingum og könnun sem gerð er meðal stjórnenda á vinnumarkaði í 144 löndum en Nýsköpunarmiðstöð Íslands aflar gagna hérlendis fyrir Alþjóðaefnahagsráðið sem síðan sér um úrvinnslu þeirra.

›› Meira

02. september 2014

Umsóknarfrestur á námskeiðið Brautargengi í Reykjavík rennur út í dag

Námskeiðið Brautargengi hefst að nýju í Reykjavík mánudaginn 8. september. Námskeiðið er sniðið að þörfum kvenna sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd með nýju eða starfandi fyrirtæki. Yfir eitt þúsund konur hafa útskrifast af Brautargengi frá upphafi og fara góðar sögur af árangri og nytsemi námskeiðisins.

›› Meira

26. ágúst 2014

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og SORPA þróa háorkurafpúlsa sem formeðhöndlun fyrir metanframleiðslu

Íslendingar hafa nokkra sérstöðu í framleiðslu og nýtingu á lífrænu metani því Ísland er eina Evrópulandið þar sem metangas er notað beint af urðunarstað sem eldsneyti á ökutæki. Þess má geta að með nýrri gas-og jarðgerðarstöð sem SORPA áformar að reisa í Álfsnesi á næstu misserum mun framleiðsla á lífrænu metani úr úrgangi tvöfaldast hér á landi.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu