Fréttir / Apríl / 2015

24. apríl 2015

Global orkuverðlaunin 2015 veitt

Á sumardaginn fyrsta var tilkynnt í Moskvu hverjir hlytu Global orkuverðlaunin fyrir árið 2015. Verðlaunin eru stundum nefnd rússnesku Nóbelsverðlaunin og hafa verið veitt síðan 2003 fyrir markverðan árangur í rannsóknum og þróun á sviði orkumála.

›› Meira

22. apríl 2015

Fyrirtæki ársins valið úr stórum og sterkum hópi fyrirtækja

Samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og nokkurra framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu lauk formlega í gær en 42 verkefni tóku þátt í frumkvöðlasamkeppni meðal framhaldsskóla-nemenda. Nemendurnir sem stóðu á bak við verkefnin komu frá fimm framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu, Menntaskólanum í Kópavogi, Menntaskólanum við Sund, Verslunarskóla Íslands, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og Fjölbrautaskólanum við Ármúla.

›› Meira

09. apríl 2015

Zymetech hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands 2015

Fyrirtækið Zymetech hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í dag, en Zymetech er leiðandi íslenskt líftæknifyrirtæki á sviði rannsókna, þróunar, framleiðslu og sölu náttúrulegra sjávarensíma til hagnýtingar í húðvörur, lækningatæki og lyf.

›› Meira

08. apríl 2015

Frumkvöðlamessa Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og framhaldsskólanna

Dagana 10. og 11. apríl verður hópur ungra frumkvöðla í Smáralind að kynna og selja vörur sínar. Þetta eru 42 hópar/fyrirtæki framhaldsskólanemenda sem hafa lært að stofna fyrirtæki og vinna að frumkvöðla- eða nýsköpunarhugmynd sinni og er vörumessunni ætlað að vera þeim vettvangur til að sýna afrakstur sinn.

›› Meira

01. apríl 2015

Gaman í alvörunni á Hlemmi - Markaðssetning á netinu

Gaman í alvörunni eru opnar vinnustofur og fyrirlestrar sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands stendur fyrir. Miðvikudaginn 15. apríl kl.16:00-17:30 verður markaðssetning á netinu tekin fyrir.  Frumkvöðlar og fyrirtæki nýta sér í auknu mæli Internetið til að markaðssetja vörur sínar og þjónustu.

›› Meira
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu