Hugbúnaður frá íslensku fyrirtæki valinn fyrir sýningju hjá National Portrait Gallery

Locatify er fyrirtæki sem starfar á frumkvöðlasetrinu Kveikjunni í Hafnarfirði. Í sýningunni Face of Britain stýrir app frá Locatify gestum um sýningarsvæði á National Portrait Gallery (NPG) í London og veitir sjálfkrafa hljóðleiðsögn á ákveðnum stöðum. Appið nemur merki frá „bluetooth“ sendum sem staðsettir eru um safnið og virkjar leiðsögnina fyrir framan valdar mannamyndir en sama tækni er notuð í Eldheimum í Vestmannaeyjum. 

Locatify

Sambandi komið á eftir markaðskynningu

Locatify tók þátt í Útstími Íslandsstofu og fékk markaðsstofu í Bretlandi til bjóða safnafólki á kynningu í sendiráði Íslands í London. Þáttaka var mjög góð og í framhaldi kynningunni hófst samstarf milli fyrirtækisins og sýningarstjóra NPG. 

Allt efni í appinu er unnið í vefumsjónarkerfi Locatify

Verkefnið hófst síðan í júní þar sem prufuapp var búið til á Íslandi með grafík og upptökum sem settar voru inn til bráðabirgða en í júlí mætti Leifur Björn Björnsson, fulltrúi Locatify, á safnið. Þar kenndi hann starfsmönnum að setja upp sendana og þjálfaði þá í notkun vefumsjónarkerfis Locatify (Creator CMS) á einungis fjórum tímum. Þá gátu þeir hafist handa við að setja inn efnið; kort af hæðunum ásamt hljóðupptökum, bakgrunnshljóðum, myndum og textum sem birtast á skjá símans við hverja stöð. Auðvelt er að uppfæra efnið og staðsetja sendana á gólfkortum.

Simon Schama, þekkt sjónvarpsstjarna, les úr bók sinni í appinu

Sýningin byggir á nýútgefinni bók sagnfræðingsins Simon Schama um þekkt andlit í Bretlandi en frásagnirnar í appinu eru í fimm herbergjum á þremur hæðum. Simon er sjálfur þekktur í heimalandi sínu og mun þáttaröð um þetta verk verða á BBC. Face of Britain appinu er hægt að hala niður frá Google Play og App Store. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Locatify

Hugbúnaðartækni Locatify vekur eftirtekt - grein í tæknitímariti 

Grein um tækni Locatify birtist nýverið í IOT Journal. Þar er fjallað ítarlega um þá möguleika sem vefumsjónarkerfi Locatify bíður uppá og þá reynslu sem fékkst af að setja um sjálfvirkt leiðsagnarkerfi í Eldheimum. Eldheimar er eitt af fyrstu söfnum í heiminum, ef ekki það fyrsta, þar sem sjálfvirk leiðsögn með „bluetooth“ tækni er notuð.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu