SME WEEK ráðstefnan heppnaðist vel

Í gær var ráðstefna í tengslum við SME WEEK haldin á Hilton Reykjavík Nordica og þóttist hún takast vel. 

Fundarmenn SME WEEK

European SME Week er haldin á hverju ári í 37 löndum til að stuðla að frumkvöðlastarfsemi og kynna stuðning og þjónustu sem í boði er fyrir lítil- og meðalstór fyrirtæki (SME's). 

SME WEEK 2015

Sigríður Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins stýrðu sófaumræðum og tók salurinn virkan þátt í áhugaverðum umræðum.

Að þessu sinni var boðið til ráðstefnu um mismunandi viðskiptalíkön við uppbyggingu nýsköpunarfyrirtækja. Ræddar voru kröfur frumkvöðla og fjárfesta við inn- og útgöngu með tilliti til árangurs. 

Fyrirlestararnir voru Georg Lúðvíksson frá Meniga, Margrét Júlíana Sigurðardóttir frá RosaMosa, Jói Sigurðsson frá Investa og Egill Másson frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. 

IMG_0822

Jói Sigurðsson frumkvöðull og fjárfestir hjá Investa

Að erindum loknum voru sófaumræður með virki þátttöku úr sal þar sem leitað var svara við hinum ýmsu spurningum er snertu fjármögnun fyrirtækja, fjármögunarferli, stuðningsumhverfið í heild sinni og aðkomu stjórnvalda að uppbyggingarferli fyrirtækja í landinu. 

Erindi fyrirlesara má finna hér

Frétt um erindi Georgs Lúðvíkssonar frá Meninga sem birtist á mbl.is 

 

 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu