Hugbúnaður dent & buckle notaður víða um heim

Dent & Buckle er fyrirtæki sem starfar á einu af frumkvöðlasetrum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Það er mikið um að vera hjá þeim þessa dagana en í haust voru þeir m.a. kynntir til leiks í Rising Star viðburðinum hjá Deloitte, sem eitt af 6 áhugaverðum íslenskum tæknifyrirtækjum.

Dent &buckle

Um þessar mundir eru þeir að vinna í sölumálum í Evrópu, Bandaríkjunum, Mið-Austurlöndum og Ástralíu ásamt því að vinna að þróun hugbúnaðarins á Íslandi, í Póllandi og á Englandi. Í haust fengum þeir undanþágu frá gjaldeyrislögum til að stofna dótturfélag í Englandi, sem þeir gerðu með það að markmiði að taka þátt í þróunarverkefnum með breskum fyrirtækjum þar sem hugbúnaðurinn dent & buckle verður notaður með dróna og nýrri tækni við ástandsskoðanir á flugvélum.

Samstarfið við þróunarviðskiptavini þeirra, flugfélögin Air Atlanta Icelandic og easyJet hefur gengið vel og aðkoma Air Atlanta að þróun dent & buckle hefur reynst einstaklega vel. Hugbúnaðurinn dent & buckle er notaður fyrir allan flugvélaflota Air Atlanta sem er alla jafna í notkun hinumegin á hnettinum.

 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu