EMEA Fast 500 listinn birtur

Þann 23. október síðastliðinn birti Deloitte á Íslandi í fyrsta skipti íslenska Fast 50 listann, á uppskeruhátíð tæknigeirans. Um er að ræða verkefni innan Deloitte á alþjóðavísu sem hófst fyrir 25 árum og teygir nú anga sína til tæplega 40 landa.  

Fast 500 Helstu niðurstöður verkefnisins í ár   

Verkefnið, sem er árlegt, snýst í grunninn um að kortleggja þau tæknifyrirtæki í hverju landi sem vaxa hvað hraðast með tillit til veltuaukningar á hverju fjögurra ára tímabili. Öll Fast 50 fyrirtækin í hverju landi eru því næst gjaldgeng á tiltekna álfulista, eða EMEA Fast 500 listann í tilviki íslensku Fast 50 fyrirtækjanna.

EMEA Fast 500 listinn fyrir árið 2015 hefur nú verið birtur og ljóst er að árangur íslensku fyrirtækjanna er afar glæsilegur. Sex af fjórtán þeirra komust, byggt á þeirra veltuþróun, á EMEA Fast 500 listann. Þannig komust fleiri íslensk fyrirtæki á listann en fyrirtæki frá Austurríki (1), Danmörku (4), Grikklandi (1) og Portúgal (5).

Íslensku Fast 50 fyrirtækin á EMEA Fast 500 listanum árið 2015 eru:

  • Thula Nordic Source Solution – 20. sæti
  • Meniga – 42. sæti
  • AppDynamic – 118. sæti
  • Nox Medical – 124. sæti
  • Zymetech – 482. sæti
  • Vélfag – 489. sæti

Íslenska Fast 50 listann má nálgast hér og EMEA Fast 500 má nálgast hér

„Við erum afar ánægð og stolt af þessum árangri íslensku Fast 50 fyrirtækjanna. Sér í lagi þegar horft er til alþjóðlegs samanburðar þar sem Ísland er með fleiri fyrirtæki á EMEA Fast 500 listanum en aðrar mun stærri þjóðir. Við viljum þakka íslensku fyrirtækjunum fyrir samstarfið og vonum að þátttaka þeirra og þessi kynning á erlendri grundu auki hróður þeirra. Þá hlökkum við til að endurtaka leikinn að ári.“ Sigurður Páll Hauksson, forstjóri Deloitte á Íslandi.

Deloitte á Íslandi og samstarfsaðilar verkefnisins, Samtök iðnaðarins, Félag kvenna í atvinnulífinu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands óska ofangreindum fyrirtækjum til hamingju með árangurinn.

Tengiliðir: Harpa Þorláksdóttir, forstöðumaður viðskipta- og markaðstengsla, s. 580 3143, netfang Harpa.Thorlaksdottir@deloitte.is og Haraldur I. Birgisson, liðsstjóri á skatta- og lögfræðisviði, s. 580-3305, netfang hib@deloitte.is

 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu